Andvari - 01.01.1955, Side 41
ANDVARI
Magnús Gizurarson Skálholtsbiskup
37
syni sínum til biskups. Kvað hann margar stoðir rísa honum til
fulltingis og hann væri reyndur að fjárvarðveizlu. En þessu
svöruðu Hjálmur og Hafur á þá leið, að þeim væri lítið um
utanhéraðsmenn og vildu eigi kjósa mann utan fjórðungs til
biskups yfir sig. Undir þetta tóku margir fundarmanna, og kusu
Guðmund prest Arason til biskups, sem þá var á ferð um Austfjörðu
(Bps. I. 470 og 474). Þess má geta hér, að Kolbeinn og Hjálmur
voru kvæntir dætrum Þorvarðar Þorgeirssonar föðurbróður Guð-
mundar prests. En mágsemdir þessar munu samt ekki hafa ráðið
úrslitum um afstöðu Kolbeins, systursonar Magnúsar Gizurarsonar,
til þessa máls. Er Guðmundur prestur Arason var heim kominn,
var fundur stefndur að Víðimýri 14. október og hann kosinn að
nýju, og tók hann við kosningu og fór til Hóla (Bps. I. 475).
Seint um veturinn sendir Guðmundur prestur Páli biskupi
bréf og skýrir honum frá, hvar málum sé komið, og biður Pál
biskup að segja upp atkvæði sitt um kosningu biskupsefnis, „og
sendið mér bréf sem fyrst, hvort sem þér kjósið mig til eða frá“,
segir í lok bréfsins (Bps. I. 479). Páll biskup leitar þegar í stað
ráða Sæmundar bróður síns um málið og biður hann að segja
sér, hvort bann skuli kjósa Guðmund Arason „til eða frá“. Sæ-
rnundur svarar um hæl, og er niðurlag bréfs hans á þessa leið:
>,Tak þú ekki vanda af þeim Norðlendingum, að þeir ábyrgist
sjálfir kjör sitt. Er það mitt ráð, að þú kjósir hann heldur til
en frá, því að eigi er víst hverr guði líkar betur en sjá, og er
vænu bezt að hætta. Oráðið er, að sá finnist er ekki má að finna.
Einhlítir gerðust þeir Norðlendingar um kjör sitt, enda beri þeir
nú ábyrgð fyrir hve verður" (Bps. I. 480).
Þegar Páll biskup hafði fengið þetta bréf Sæmundar, sendir
bann Gizurarsonum, Þorvaldi, Halli og Magnúsi orð um að
koma til fundar við sig, svo og Sigurði Ormssyni, sem flutt hafði
bréf Guðmundar Arasonar. Ekki er Gizur Hallsson nefndur hér.
Hefur hann líklega ekki viljað koma nærri málinu framar. Lýsir
biskup nú fyrir þeim, að „kosningi var orpit undir hann“ og
hann hafi ráðið við sig að kjósa Guðmund Arason til biskups,