Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Síða 41

Andvari - 01.01.1955, Síða 41
ANDVARI Magnús Gizurarson Skálholtsbiskup 37 syni sínum til biskups. Kvað hann margar stoðir rísa honum til fulltingis og hann væri reyndur að fjárvarðveizlu. En þessu svöruðu Hjálmur og Hafur á þá leið, að þeim væri lítið um utanhéraðsmenn og vildu eigi kjósa mann utan fjórðungs til biskups yfir sig. Undir þetta tóku margir fundarmanna, og kusu Guðmund prest Arason til biskups, sem þá var á ferð um Austfjörðu (Bps. I. 470 og 474). Þess má geta hér, að Kolbeinn og Hjálmur voru kvæntir dætrum Þorvarðar Þorgeirssonar föðurbróður Guð- mundar prests. En mágsemdir þessar munu samt ekki hafa ráðið úrslitum um afstöðu Kolbeins, systursonar Magnúsar Gizurarsonar, til þessa máls. Er Guðmundur prestur Arason var heim kominn, var fundur stefndur að Víðimýri 14. október og hann kosinn að nýju, og tók hann við kosningu og fór til Hóla (Bps. I. 475). Seint um veturinn sendir Guðmundur prestur Páli biskupi bréf og skýrir honum frá, hvar málum sé komið, og biður Pál biskup að segja upp atkvæði sitt um kosningu biskupsefnis, „og sendið mér bréf sem fyrst, hvort sem þér kjósið mig til eða frá“, segir í lok bréfsins (Bps. I. 479). Páll biskup leitar þegar í stað ráða Sæmundar bróður síns um málið og biður hann að segja sér, hvort bann skuli kjósa Guðmund Arason „til eða frá“. Sæ- rnundur svarar um hæl, og er niðurlag bréfs hans á þessa leið: >,Tak þú ekki vanda af þeim Norðlendingum, að þeir ábyrgist sjálfir kjör sitt. Er það mitt ráð, að þú kjósir hann heldur til en frá, því að eigi er víst hverr guði líkar betur en sjá, og er vænu bezt að hætta. Oráðið er, að sá finnist er ekki má að finna. Einhlítir gerðust þeir Norðlendingar um kjör sitt, enda beri þeir nú ábyrgð fyrir hve verður" (Bps. I. 480). Þegar Páll biskup hafði fengið þetta bréf Sæmundar, sendir bann Gizurarsonum, Þorvaldi, Halli og Magnúsi orð um að koma til fundar við sig, svo og Sigurði Ormssyni, sem flutt hafði bréf Guðmundar Arasonar. Ekki er Gizur Hallsson nefndur hér. Hefur hann líklega ekki viljað koma nærri málinu framar. Lýsir biskup nú fyrir þeim, að „kosningi var orpit undir hann“ og hann hafi ráðið við sig að kjósa Guðmund Arason til biskups,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.