Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1955, Side 79

Andvari - 01.01.1955, Side 79
ANDVARI Handritin frá Qumran og saga Essena 75 konar biskup, sem hafa átti eftirlit með því, að allt færi fram með settum hætti, og hafa átti á hendi allt fjárhald. Reglan hafði sína eigin löggjafarsamkundu og sína eigin dóm- stóla. Margvíslegar upplýsingar þar að lútandi er að finna í riturn reglunnar. Hverjum og einum bar að hlýða yfirmanni sínum og þeim, er yfir hann var settur og lengra kominn áleiðis að fullkomnun lífernisins. Fyrir ýmis afbrot var mönnum refsað. Fór þyngd hegningarinnar eftir eðli afbrotsins. Mjög var því beitt að draga úr matarskammtinum og setja menn á svelti, allt frá 10 dögum upp í tvö ár, og er vafalaust, að sú refsing hefir dregið rnarga til dauða, því að eigi máttu þeir snerta annan mat en þann, sem á borð var borinn í klaustrinu, því að hann einn var hreinn en öll önnur fæða óhrein, og óhreinnar fæðu rnátti enginn sá neyta, er tekið hafði vígslu. Brottrekstra um aldur og ævi getur einnig, og má nærri geta, hvílík afdrif þeir menn hafa hlotið, sem hafði verið innprentuð helgi og heilagleiki alls þess, sem Essenareglan hafði um hönd, og óhreinleiki og saurgun alls annars og þar með allrar fæðu, sem þeir voru þaðan í frá dæmdir til þess að neyta. Föst ákvæði giltu um inntöku meðlima, og eru þau ekki síður ströng en þau, sem um brottrekstur fjalla og hegningu. Þegar einhver æskir inngöngu í flokkinn, er hann fyrst tekinn til spurn- inga eða prófs og nær þá inngöngu, ef vel gengur, í hið fyrsta stig. Ef allt er með felldu, er hann látinn ganga upp í annað stig og látinn kynna sér um tíma þá lífernisháttu, sem reglan lagði stund á. Að loknu þessu stigi má hann taka þátt í nokkr- um hluta af sameiginlegum iðkunum reglunnar. Honurn er leyft að ganga til laugar með bræðrum og fá hlutdeild í hinu helga hreinsunarbaði þeirra. En ennþá er honurn ekki leyft að snæða með þeim, heldur verður hann að matast sérlega. Þegar þessu stigi er lokið, er gengið til atkvæðagreiðslu um fullkomnun hans og framför í heilögu lífemi. Ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er honum í vil, er hann tekinn í regluna sem fullgildur með- limur og fær nú að neyta hinnar helgu máltíðar. Nú er haldin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.