Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Síða 85

Andvari - 01.01.1955, Síða 85
andvabi Lesmál kringum Kantaraborg 81 Njálu. En orðið hæfir Gissurarsonum, Halli og ísleifi. Var Hall- ur rúmlega tvítugur, er hann lét lífið á Flugumýri. Eitthvað yngri mun ísleifur hafa verið. I Njálu er aldur bræðranna þriggja borinn saman með þeim hætti, að einn er talinn yngstur, en enginn greinarmunur gerður á aldri eldri bræðranna. Eins er farið að í Sturlungu, þegar sagt er frá miseldri Gissurarsona. Því næst er í Sturlungu skýrt frá útliti þeirra með einu lýsingarorði og kallaðir „skörulegir menn“. Sama máli gegnir um Brjánssonu í Njálu. Þeir eru sagðir „manna vasklegastir“. Enginn þeirra telst þar til barna hinnar lráskildu drottningar Brjáns konungs. Og er það rangt. Dungaður var son- ur hennar. Á hinn bóginn var Ingibjörg Snorradóttir, sem Gissur hafði skilið við, ekki móðir bræðranna, sem þátt tóku í vöminni a Flugumýri. Þannig virðist þetta allt vera á sömu bókina lært hjá Njáluhöfundi, þá er hann kynnir Brjánssonu fyrir lesendum. IV. Yngsti sonur Brjáns konungs lét hönd sína svo af tók, er ráðizt var á skjaldborg. Sama var hlutskipti yngsta sonar Gissurar. Kallast Ketilbjörn „sveinninn“, er hann missti höndina. Eins er að orði kveðið um Taðk. 1 írskum heimildum er skjaldborgar umhverfis Brján konung að engu getið, enda var það norrænn en ekki írskur varnarmáti, að skipa skjaldborgir í omstum. „Var skotið um hann skjaldborg", segir í Njálu. Á Flugumýri „bað Gissur menn taka skjölduna og skjóta skjaldborg“. Má nú fara nærri um það, hvert Njáluhöfundur hafi sótt hugmyndina að skjaldborginni og handarafhöggi sveinsins Taðks. Allir synir Gissurar fórust í Flugumýrarbrennu. Samt finnst Njáluhöfundi það nægilegt að tveir Brjánssynir týni lífinu í Clontarfbardaga. Þessu afbrigði veldur kraftaverkið, sem fylgdi, er „blóðið konungsins kom á handarstúf sveininum“. Auðvitað kom ekki til mála að láta Taðk deyja rétt á eftir handarafhögginu, þar sem blóð konungsins hafði með undursamlegum hætti grætt sar hans. Frá hliðstæðu kraftaverki greinir Snorri Sturluson, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.