Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 18
16
]ón Magnússon
Andvari
var það einmitt undir forystu ]óns Magnússonar, að sú
mikilvæga breyting komst á, sem Dönum hafði verið
fjærst skapi!
Fyrsta þingið, sem háð var á stjórnarárum
Sjalfstæðis- j jyj tók sambandsmálið til meðferðar.
mahð a þmgi. jyjagn]<js péfursson var aðalflutningsmaður
að þingsályktunartillögu um að setja nefnd í málið í
neðri deild, og sjálfsagt hefir það verið gert í samráði
við forsætisráðherrann. M. P. benti meðal annars á það,
sem vikið hefir verið að hér að framan, að þó að sjálf-
stæði vort hefði á ófriðartímunum ekki aukizt í orði, þá
hefði það aukizt því meira á borði. En hann bjóst við,
að aftur mundi sækja í sama horfið eftir ófriðinn, ef
þjóðin væri ekki vel vakandi. Þjóðirnar mundu að ófriðn-
um loknum, koma sér saman um eitthvert skipulag landa
og ríkja, og því skipulagi yrði örðugra að fá breytt eftir á.
Deildin kaus 7 menn í »fullveldisnefnd«, sem hún
nefndi svo. Eftir ræðu flutningsmanns, þeirri er hér hefir
verið minzt á, og eftir nafninu á nefndinni, hefði mátt
ætla svo, sem stofnað væri til þess að taka alt sam-
bandsmálið fyrir. En Alþingi hefir víst ekki þótt undir-
búningurinn nægilegur, og það lét sér nægja að sam-
þykkja eftirfarandi þingsályktun, sem fullveldisnefnd neðri
deildar bar fram:
»Alþingi ályktar að skora á stjórnina að sjá um, að
íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn siglingafáni með
konungsúrskurði, og ályktar að veita heimild til þess,
að svo sé farið með málið*.
Þessari málaleitan fékk ]ón Magnússon ekki
^kon'un i™ ^ramSenSt hjá konungi. En þau merkilegu
<on ngi. ummæ]i fyjgdu synjaninni, að konungi þætti
ekki gott að taka þetta mál eitt út úr sjálfstæðismálum