Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 55
Andvari
Þingstjórn og þjóðstjórn
53
óheppilegur, og þeir, sem eiga að búa við þjónustu
hans, verið sáróánægðir með hann. Það er t. d.
ekkert vit í því, að söfnuður eigi að hafa prest í
20—30 ár, sem hann er óánægður með. Jafnvel
þó að presturinn sé löghlýðinn og prediki við og við
yfir þeim fáu hræðum, er kirkju kunna að sækja.
Það verður að gefa fólkinu rétt til þess að geta
losað sig við embættismann, sem því mislíkar við.
En til þess að hindra, að hann sé beittur óréttlæti,
t. d. af pólitískum áhrifum, er rétt að setja ströng
ákvæði um afsetninguna. Það mætti heimta, að til
þess að honum yrði vikið frá, þyrfti 60°/o, eða tvo
þriðju allra þeirra, sem hugsanlegt er, að gætu greitt
atkvæði. Ef hann hefir ekki fylgi nema þriðja
hluta fólksins, þá á hann ekki að sitja lengur í því
embætti.
Þessar tillögur miða allar í þá átt, að veikja fámenn-
isstjórnina, sem nú ríkir hér á landi, og leggja völdin
meir í hendur þjóðinni sjálfri. Ef þær komast í fram-
kvæmd, má fyrst með sanni segja, að vér íslendingar
séum frjáls þjóð í frjálsu landi.
liallgrímur Hallgrímsson.