Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 99
Andvari
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyia
97
ust veiðimenn oft hafa tekið 20—30 lunda smátt og
smátt í sömu holunni.
Sílislundi, sepðislundi, lundi með síli (seyði) í nefinu,
oft mörg saman, er hann tekur í sjónum og flýgur með
heim í hreiðrið. Sílislundi var styggari og verra að taka
hann í háfinn en annan lunda.
Lundasíli og lundaseyði, síli, sem lundinn lifir mikið á.
Bútungslundi, lundi, sem soðinn er í heilu lagi og
stundum með innvolsinu í. Þótti sætari á bragðið en
þegar hann var skorinn í sundur.
Pysja, -u, -ur, kvk. lundapysja, lundaungi. Orðið kofa
heyrðist aldrei í Vestmannaeyjum. Færeyingar hafa og
sama orð. Pysjan var aldrei veidd, nema það litla, sem
menn tóku á beltisólina sína, þegar farið var til fýla.
Um menn var sagt, að þeir væru pysjulegir, þegar þeir
þóttu lítilmótlegir.
Flugpysja, lundaungi, er flýgur úr holunni sinni til
þess að komast á sjóinn. Fer fyrir henni eins og flug-
fýlnum, ef hún dettur niður á landi, að þá getur hún
ekki hafið sig upp til flugs og er tekin þar sem hún
finnst. Oftast var það í rökkrinu, að flugpysjan dettur
niður á landi, mun þá ekki hafa ratað á sjóinn, og
eingöngu þær, sem flugu úr björgunum á Heimalandinu.
Pysjan er orðin fleyg um miðjan ágústmánuð.
Algerð, velgerð o. s. frv., illagerð pysja. Sama sem
áður um fýlinn.
Lundabpggð, -ar, eint. kvk., grasbrekkur og flákar
utan í fjöllum og upp á þeim, þar sem lundinn gerir
holur sínar. Stór lundabyggð, þar sem mikið er af lunda.
Byggð, veiða í byggð, það er veiða með háf í lunda-
byggðinni sjálfri; er það mikið holulundi og seyðislundi,
sem veiðist í byggð, er hann kemur fljúgandi utan af
sjónum. Miklu þykir erfiðara, og ekki hent nema góð-
7