Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 30
28
Jón Magnússon
Andvari
sér Iiði ekki vel og bað um, að helzt væri komið með
glas af mjólk. I sömu svifum sá séra ]ón krampatitring
í höndum hans og hneig forsætisráðherrann þá niður og
var þegar örendur. Hafði hann fengið hjartaslag. Þetta
var kl. 103/4 um kvöldið. Læknir var þegar sóttur, og
jafnframt sent til forsætisráðherrafrúarinnar, er var úti á
skipi. Var líkið flutt út í Gejser kl. IV2 og kl. 2 um
nóttina lagði hann út frá Norðfirði og kom hingað á
föstudagsmorguninn 25. þ. m. Fylgdi hersveit frá skip-
inu líkinu í land og til heimilis hins látna, en embættis-
menn margir tóku á móti því við landgönguna ásamt
fjölda fjólks«.
Ekki getur komið til mála, að hér verði gerð grein
fyrir öllum þeim aragrúa af málum, sem Jón Magnús-
son var við riðinn, eða afstöðu hans til þeirra. En mér
þykir við eiga að tilfæra hér eftirfarandi ummæli Þor-
steins skálds Gíslasonar í blaði hans »Lögréttu«. Vera
má, að enginn vandalaus maður hafi þekt Jón Magnús-
son betur en Þorsteinn Gíslason, né fylgzt betur með
störfum hans. Með þeim hafði verið vinátta og samvinna
um mörg ár, síðan er Lögrétta var stofnuð. ]. M. mat
ritstjórn Þ. G. mikils. Hóglæti blaðamannsins átti vel við
hinn stilta, gætna og rólynda stjórnmálamann. í »Lög-
réttu« ætlaði hann að birta ritgerð þá, sem minzt er á
hér að framan og honum vanst ekki aldur til að ljúka
við. Og »Lögrétta« mintist hans bezt allra blaða, að ný-
afstöðnu andláti hans. I þeirri ritgerð var meðal annars
svo að orði kveðið:
»Hann hefir átt sæti í mörgum nefndum
Ummæh^ Alþingis og mörgum milliþinganefndum,
ogre u . lagt ^afa grundvöll nýrra laga eða
lagabreytinga á ýmsum sviðum, og hann hefir átt mikinn
þátt í flestum eða öllum þeim málum, er á síðustu ára-