Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 41
■Andvari
Þingstjórn og þjóðstjórn
39
látið það í ljós, að þeir bæru traust til stjórnarinnar, þó
að þeir í þessu eina máli væru andvígir henni, og ef hún
vildi falla frá því, óskuðu þeir, að hún héldi áfram að
fara með völdin. Ur þessum deilum jafnaðist, og her-
skyldan varð ekki lögleidd.
Svipuð tilfelli geta oft komið fyrir. Meiri hluti kjós-
enda getur verið yfirleitt ánægður með stjórnina og at-
hafnir hennar, þó að hann sé í einhverju máli á annarri
skoðun. Því er það rétt og eðlileg tilhögun að láta þjóð-
ina skera úr málinu með atkvæðagreiðslu. Þó að tillögur
stjórnarinnar falli, getur hún samt setið við völd, ef hún
vill, því að í atkvæðagreiðslunni er ekki fólgið vantraust á
henni eða stuðningsmönnum hennar á þingi, en ef þingið
fellir tillögur hennar, þá verður hún að víkja úr völdum,
hvernig sem á stendur. Varla er hægt að búast við því,
að virkilegar deilur geti orðið milli þings og stjórnar
annars vegar og kjósanda hins vegar, því að auðvitað
verða stjórnarvöldin að beygja sig fyrir vilja þjóðarinnar.
í stjórnarskrá Þýzkalands frá 31. júlí og 11. ágúst
1919 er svo ákveðið, að ríkisforsetinn getur, þegar hann
vill, látið bera lög, er ríkisþingið hefir samþykkt, undir
þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn fremur getur þriðjungur
þingmanna krafizt þess, að frestað verði framkvæmd
laga um ákveðinn tíma, og er stjórnin þá skyld að láta
fara fram almenna atkvæðagreiðslu um lögin, ef tuttug-
asti hluti kjósenda í ríkinu krefst þess. Það er því svo,
að bæði stjórn, þing og kjósendur geta átt frumkvæði
að málskoti, en kjósendur geta líka átt frumkvæði að
málum. Ef tíundi hluti þeirra krefst þess, að stjórnin
leggi eitthvert frumvarp fyrir þingið, er hún skyldug að
gera það.
í stjórnarskrá [Prússlands og flestra annarra ríkja í
þýzka sambandinu eru sams konar ákvæði um málskot