Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 109
Andvari
Þæltir úr menningarsögu Vestmannaeyja
107
l/era uppi, vera uppi á meginlandinu. Það eru margir
bátar uppi í dag.
Fara út, fara af landi út í eyjar, þeir fóru út, komu
út, það er komu af landi.
I/era úti, vera úti í eyjum, það eru margir úti núna,
sama sem það eru margir landmenn í eyjum núna.
Ferðir voru mjög tíðar milli lands og eyja, úr Rangár-
vallasýslu, einkum vor og haust.
Teppa, -u, -ur, kvk., þeir fengu teppu, sagt um land-
menn, sem tepptust í eyjum vegna brims eða veðra.
Oft stóðu teppurnar margar vikur. Sama um eyjamenn,
sem tepptust á landi.
Leiði, -is, hvk., landleiði, þegar gott er í sjóinn til að
fara til lands.
Leiðislegur, hann er leiðislegur, sama sem það eru
horfur á góðu leiði.
Fall, -s, hvk., sjávarfall. Það þótti miklu skipta að hafa
fallið með sér, er menn fóru til lands, því að það létti
undir róðurinn, og biðu reyndir formenn eftir fallinu.
Vont þótti jafnan að Ienda í fallaskiptunum, er menn
voru á sjónum.
Koma af landi, þeir eru að koma af Iandi; sagt um
báta, er komu til eyja af landi; fara til landsins sagt um
eyjaskipin.
Landskip, -s, hvk., bátar frá meginlandinu; það eru
mörg landskip úti.
Fjallaskip, bátur undan Eyjafjöllum.
Eyjaskip, bátur úr Vestmannaeyjum.
Fjallamaður, maður undan Eyjafjöllum.
Liggja við, var sagt um vermenn af landi, sem reru
á eyjaskipum, en voru ekki útgerðarmenn hjá öðrum,
og komu sér fyrir á bæjum í eyjunum til viðlegu, en
annars höfðust skipshafnir á landskipum, sem sjó stund-