Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 37
Andvari
Þingstjórn og þjóðstjórn
35
vafalaust einhver bezta stjórnartilhögun, er mennirnir
hafa haft, en hún er auðvitað ekki gallalaus, fremur en
önnur mannaverk. Og óneitanlega hafa gallarnir komið
meira í ljós, eftir því sem lengur hefir liðið.
»Þjóðirnar eru aldrei frjálsar, nema á kjördegi«, sagði
Stuart Mill, og þó að þetta sé orðum aukið, þá er það
þó v;st, að vald kjósenda hefir yfirleitt farið minnkandi
upp á síðkastið. Flokksforingjar og blaðaeigendur eru
að verða hinir virkilegu valdhafar. Þingin semja lögin í
flaustri og skattleggja borgarana, oft af handahófi og án
þess að álits kjósanda sé leitað. I sumum löndum eru þingin
afar voldug og stjórnirnar leiksoppur í höndum þeirra.
Svo er t. d. í Frakklandi. Aftur er svo komið á Eng-
landi og fleiri löndum, að stjórnin ræður mestu um
gerðir þingsins. í sumum löndum hefir allmikið borið á
því, að einstakir þingmenn notuðu sér stöðu sína til
fjárafla. Þingmenn, flokksforingjar og blaðaeigendur eru,
að minnsta kosti í sumum löndum, að verða drottnandi
yfirstétt, og þó vanalega komist ekki nema dugandi menn
til slíkra valda, þá geta kjósendurnir ekki sætt sig við
það, að völdin séu þannig dregin úr höndum þeirra og
fengin fáum mönnum. Það er því mikilvægt mál nú á
dögum, hvernig hægt sé að tryggja rétt kjósenda gagn-
vart þingunum og öðrum pólitískum valdhöfum. Hér
verður ekki komið fram með neinar nýjar tillögur, en
að eins skýrt frá því, hvað læra megi af öðrum þjóðum
í þessum málum.
I fornöld var bein þjóðstjórn hjá hinum germönsku
kynflokkum og eins í flestum borgríkjum suðurlanda.
Borgararnir komu saman á þing, samþykktu lög og tóku
aðrar ákvarðanir. Þessi tilhögun var ekki nothæf, nema
í örsmáum ríkjum, eftir því sem þau stækkuðu, hvarf
hún alstaðar úr sögunni, nema í fjórum smáríkjum í