Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 35
Andvari
Þingstjórn og þjóðstjórn.
Þingræðiö hefir á síðustu mannsöldrum orðið drottnandi
stjórnarstefna meðal flestra menntaðra þjóða. Frægðar-
Ijómi enska þingsins og kenningarnar um pólitísk rétt-
indi einstaklinganna hafa leitt þingræðisstjórnina til sig-
urs, og undir henni hafa þjóðirnar tekið meiri efnalegum
og vísindalegum framförum en dæmi eru til áður í ver-
aldarsögunni. En eftir því sem þingstjórnin hefir orðið
fastari í sessi, því meira hefir borið á þeim göllum, er
henni fylgja. Þetta er líka ofureðlilegt. Mennirnir munu
aldrei geta fundið upp neina stjórnartilhögun, er gildi
um aldur og ævi. Hin pólitíska þróun gengur í bylgjum.
Það, sem reynist vel í ár, getur verið orðið úrelt eftir
nokkurn tíma. Franska einveldið var til dæmis gott og
gagnlegt, meðan það var að brjóta niður vald Iénshöfð-
ingjanna, en seinna varð það að slæmri og þröngsýnni
harðstjórn. Eins og stjórnarbyltingin mikla var nauðsyn-
leg til þess að losa þjóðfélagið úr miðaldafjötrunum, eins
var það nauðsynlegt að Napoleon kæmi til sögunnar, til
þess að koma skipulagi á franska ríkið og til þess að
varðveita margt af því bezta, sem stjórnarbyltingin hafði
skapað, og síðast en ekki sízt, til þess að breiða franska
löggjöf út meðal þjóðanna á meginlandi Norðurálfunnar,
sem enn Iutu valdi þröngsýnnar harðstjórnar. Napoleon