Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 72
70
Söfnunarsjóðurinn
Andvar
fót sérstök stofnun, er tæki það að sér. Mér var frá
upphafi ljóst, að til þess að slík stofnun væri á traust-
um grundvelli byggð,,, þyrfti henni að vera skipað með
lögum og landssjóður taka að sér ábyrgð á henni, en
eg hélt, að léttara væri að gera mönnum grein fyrir,
hvað hér væri um að vera, ef stofnunin, sem eg nefndi
»söfnunarsjóð«, væri fyrst sett á fót sem einkafyrirtæki
og hún gæti einnig haldið hugmyndinni vakandi, ef
dráttur yrði á, að málinu gæti orðið skipað með lögum.
Eg samdi því frumvarp til samþykktar fyrir söfnunar-
sjóð í Reykjavík og var þar gert ráð fyrir því, að stofn-
uninni yrði síðar skipað með lögum. Fyrst hugsaði eg
mér, að eigi yrði annað fé lagt í söfnunarsjóðinn en fé,
sem aldrei ætti að útborgast, en þegar eg fór að tala
um þetta við aðra, þá sögðu þeir, að svo lítið mundi
verða lagt í sjóðinn, að það tæki því ekki að setja hann
á fót; eg bætti því útborgunardeild, bústofnsdeild og
ellistyrksdeild við.
Meðal þeirra fyrstu, sem eg leitaði til um að taka
þátt í að koma söfnunarsjóðnum á fót, var þáverandi
yfirdómari Magnús Stephensen, og er hann hafði at-
hugað frumvarpið gerði hann enga athugasemd við það
og tók því bæði fljótt og vel, að verða einn af stofn-
endum sjóðsins; þótti mér sérstaklega vænt um það, því
að Magnús var í svo miklu áliti, að eg treysti því, sem
raun varð á, að þegar hann var einn af stofnendunum,
þá mundu aðrir síður hika við að verða með. Þegar eg
bar frumvarpið um söfnunarsjóðinn undir landshöfðingja
Berg Thorberg tók hann því og vel, að hafa þá umsjón
með söfnunarsjóðnum, sem landshöfðingja var ætluð í
frumvarpinu, enda var Magnús Stephensen búinn áður
að tala um það við hann.
Laugardaginn 7. nóv. 1885 komu allir þeir, er tekið