Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 40
38
Þingstjórn og þjóðstjórn
Andvari
áhrifin þaðan eru að breiðast út um Norðurálfuna, og
hjá öllum þjóðum, sem rætt hafa um stjórnarskrárbreyt-
ingar á síðustu árum, hefir mikið verið talað um mál-
skot og þjóðarfrumkvæði.
í Bandaríkjum Astralíu er málskot fyrirskipað við
stjórnarskrárbreytingar, við breytingar á landamerkjum
fylkjanna, og í vissum tilfellum til þess að skera úr
ágreiningi, er kynni að rísa milli þingdeildanna. Það
hefir nokkurum sinnum verið notað, og kjósendur
hafa oftast staðfest gerðir þingsins, en 1916 og 17 kom
fyrir merkilegur atburður, sem ekki á sinn líka í sögu
þingstjórnarinnar. Ríkisstjórnin vildi lögleiða almenna
herskyldu, hún hafði öflugan meira hluta í þinginu og
gat því komið þessu máli í framkvæmd, ef henni sýndist.
En hún kaus að leita álits þjóðarinnar og lét fara fram
almenna atkvæðagreiðslu um málið í október 1916. Um
82°/o kjósenda greiddu atkvæði, og er það langmesta
þátttaka, sem nokkuru sinni hefir átt sér stað í Ástralíu,
og tillaga stjórnarinnar var felld. Stjórnin hafði nú engu
að síður lagalegan rétt til að láta samþykkja herskyld-
una, því að þjóðaratkvæðagreiðslan í þessu máli var að
eins ráðgefandi, en hún kaus að rjúfa þingið og fekk aftur
meira hluta við kosningarnar. I december skaut stjórnin
aftur málinu til þjóðarinnar og lýsti yfir því, að hún
gæti ekki setið við völd, nema frumvarpið um herskyld-
una yrði samþykkt. í atkvæðagreiðslunni var frum-
varpið fellt með enn meira atkvæðamun en árið áður.
Nú var því ástandið svo, að stjórn, sem hafði öruggan
meira hluta í báðum þingdeildum varð að sækja um
lausn, af því hún treystist ekki til að sitja við völd, ef
hún fengi ekki komið fram þessu áhugamáli sínu, en
þorði hins vegar ekki að láta samþykkja það, eftir að
hafa tvisvar heyrt dóm þjóðarinnar. Kjósendur höfðu