Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 110
108
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
uðu í Vestmannaeyjum, við í sjóbúðum, oft á pakkhús-
loptum og í fiskhúsum. Var orð á því haft, að kalt
væri í mörgum sjóbúðunum og aðbúnaður slæmur. Höfðu
sjóbúðarmenn ráðskonu með sér af landi, sem mat-
reiddi fyrir þá og þjónaði þeim. Skrínukost höfðu þeir,
og var ráðskonan á fæði sinn dag hjá hverjum eftir röð.
Stóð mötuskrínan ýmist uppi í rúminu til fóta eða við
rúmstokkinn. Landmenn komu út til Vestmannaeyja í
4. viku þorra, stundum ekki en fyrr en í miðgóu.
Wiðliggjari, -a, -ar, kk., landmaður, sem liggur við, er
til húsa hjá eyjamanni yfir vertíðina. Viðliggjarar lögðu
sér átmat og víst af kaffi og sykri um vikuna, en fengu
vökvun, súpu og grauta og þjónustu, þar sem þeir lágu
við. Þeir höfðu með sér að heiman smálka eða soð-
kæfu og smjör, og var þessu drepið í skrínuna og rennt
þykku lagi af tólg yfir smálkann, sem var í öðrum end-
anum á skrínunni og smjörið í hinum. Með sama hætti
voru þeir útbúnir, sem voru í sjóbúðunum. Það var kall-
að, að þeir væru vel útgerðir, sem voru ríflega útbúnir
að vistum í verið. Gjaldið sem viðliggjarinn galt þeim,
er hann var hjá, var kringum um aldamótin ein króna
um vikuna venjulegast, og samsvaraði það yfir vertíðina
verði einnar ær loðinnar og lembdrar í fardögum, og
var oftast goldið þannig.
Yta, ýtti, ýtt, var sagt um að fara á flot við Land-
eyjasand og Fjallasand. Þeir eru búnir að ýta, þeir ýttu
snemma í morgun.
Kæfa, -u, kvk. Fá kæfu, þegar ólag féll yfir bátinn í
lendingu eða þegar ýtt var við sandana. Þeir íengu
vonda kæfu, er skipinu sló mjög. Skipið sandkóf, það
er grófst í sand í lendingu.
Uppdráttur, -ar, kk. Þegar skipi slær upp í lendingu.
Wera í sandi. Koma í sand, var sagt um landmenn,