Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 65
Andvari
Flugferðir
63
Lengi vel var ekki flogið nema að degi til, en vorið
1926 voru gerðar tilraunir í næturflugi milli Berlínar,
Kaupmannahafnar, Hamborgar og Stokkhólms, og síðan
hefir því verið haldið uppi milli nokkurra staða í Þýzka-
landi, t. d. frá Berlín yfir Danzig og til Königsberg,
þannig að farþegar, sem leggja af stað frá Berlín að
kveldi dags, komast alla leið til Moskva á 15 tímum
samtals, með því að skipta um flugvél í Königsberg.
Það er bersýnilega nauðsynlegt, ef flugvélar eiga að
njóta sín fyllilega sem farartæki, að halda uppi nætur-
flugi, svo að tímasparnaðurinn, sem vinnst með því að
ferðast með flugvélum, fari ekki forgörðum, og með víð-
áttu samgöngusvæðisins vex þannig nauðsynin á að
fljúga á nóttum, og það er ekki að efa, að í framtíð-
inni verður jafnt flogið dag og nótt. Enn sem komið
er, er hinn afar mikli kostnaður, sem samfara er nógu
mörgum vitum og flughöfnum, til fyrirstöðu fljótum fram-
gangi málsins, því að það er flugmönnum nauðsynlegt
að hafa ljós merki á jörðu niðri til að átta sig á, jafn-
framt þeim mælingartækjum, sem hann hefir meðferðis.
Með 30 km. millibili þarf, alla leiðina, sem hann flýgur,
að reisa loptvita og lendingastaði. Eins þyrfti að greina
stærri flughafnir frá lendingarstöðum með sérstakri lýs-
ingu, sem yrði þá að vera vel björt, en ekki of skær.
Hér hefir verið reynt að gera grein fyrir, hve langt
áleiðis flug væri komið og að hve miklu leyti flugvél-
um má treysta sem farartækjum. Hér hefir eingöngu
verið talað um flugvélar, en ekki skal dregin dul á það,
að loptförin hafa engu síður tekið geysimiklum fram-
förum og eru drjúgur þáttur í loptsamgöngum nútímans,
eins og sjálfsagt mun verða enn framar, er fram í sækir.
Enn sem komið er, eru loptför miklu dýrari og jafnvel
umstangsmeiri í msðferð. Flugvélar og loptför eiga