Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 13
.Andvari
]ón Magnússon
11
höfðu af honum þar, og það álit er á honum var sem
áreiðanlegum og vitrum manni, var honum trúað fyrir
því mikilvæga verki, sem honum var falið 1917. A Al-
Jiingi 1913 var hann aðalflutningsmaður að frumvarpi
um járnbrautarlagningu. Ráðherra átti, samkvæmt frum-
varpinu, að heimilast að veita einkaleyfi um 15 ár til
þess að leggja og reka járnbraut frá Reykjavík austur í
Rangárvallasýslu, með hliðarálmu niður á Eyrarbakka.
Landsjóður átti að ábyrgjast 5°/o ársvöxtu af því fé,
sem varið yrði til járnbrautarinnar, en stjórnarráðið
ákveða, hvað kostnaður mætti vera hár á hvern kíló-
metra. Málið varð ekki útrætt á þinginu, og svo sem
kunnugt er varð ekkert úr því, enda kom þá veraldar-
ófriðurinn ári síðar. En það sýnir, í hverja átt hugur
^óns Magnússonar fór um samgöngumál.
I þrjár milliþinganefndir var ]ón Magnús-
son skipaður. I einni þeirra var hann for-
maður, eftir andlát Páls Briem amtmanns,
fátækramálum og sveitarstjórnarmálum.
voru í nefndinni, að amtmanni látnum,
Guðjón Guðlaugsson og síra Magnús Andrésson. Sú
nefnd vann mikið verk og tillögur hennar voru allar
samþyktar á Alþingi 1905. Guðjón Guðlaugsson hefir
•lýst svo við mig formensku Jóns Magnússonar þar, að
hann hafi verið stjórnsamur, tillögugóður og samvinnu-
þýður. Onnur milliþinganefndin var sambandslaganefndin,
sem skipuð var 1907. Hún gerði vitanlega mjög mikið
og þarft verk og átti ríkan þátt í undirbúningnum að
úrslitum sambandsmálsins, þó að »Uppkast« hennar
næði ekki fram að ganga. Þriðja milliþinganefndin var
launanefndin, sem starfaði 1916. Óhætt mun að segja,
að árangurinn af starfi þeirrar nefndar hafi orðið lítill
eða enginn, enda breyttist um þær mundir verðlag á
Milliþinga-
nefndir.
— nefndinni
Með honum