Andvari - 01.01.1928, Blaðsíða 91
Andvari
Þættir úr menningarsögu
Vestmannaeyja.
Vmsir hafa haft á orði, að gaman hafi verið að kynn-
ast háttum eyjamanna ýmsum, þeim er nú eru teknir
að afrækjast, af þáttum þeim, er birtir voru í síðasta
Andvara. Er þar og margt nýstárlegt öðrum landsmönn-
um f þessu efni og fjölmargt svo, að engar orðabækur
hafa yfir náð.
Því er það, að Andvari birtir enn nokkurt framhald
af þáttunum, um fuglveiðina, og má ætla, að menn hafi
gaman af að kynnast þessu, hvort heldur er í fyrsta
sinn eða til samanburðar við það, er tíðkað er í öðr-
um fuglstöðvum, einkum lýsingunni af sigi og bjargveið-
um öllum.
III. Heimaklettur.
Hann heyrir undir Vilborgarstaði; aðsóttu hann 10
menn og var fýlnum skipt í 111/2 stað: 8 jarðahluti, 2
gönguhluti, 1 aukamannshlut, er var skipt milli tveggja
aukamanna, og loks V2 bátshlutur. Tók 6—8 daga að
aðsækja í Heimakletti, þótti gott þegar fengust 800 smá
alls í hlut hvern. Hvern dag veiddist sem hér segir: