Andvari - 01.01.1917, Page 9
Andvari].
t’órhallur biskup Bjarnarson.
Eftir
Magnús llelgason, skólastjóra.
Ísland átti á bak að sjá mörgum þjóðkunnum
mönnum árið sem leið og síðast, undir sólhvörfin,
einum bezta syni sínum og fjölhæfasta starfsmanni,
þar sem var Þórhallur biskup Bjarnarson.
Föðurkyn hans var klerkaætt merkileg, næstir
honum þrir prófastar, sjera Björn í Laufási, sjera
Halldór á Sauðanesi og sjera Björn í Garði Halldórs-
son, en upp þaðan og út í frá Hólabiskuparnir Hall-
dór Brynjólfsson, Þorlákur Skúlason og Guðbrandur.
Móðurkyn hans var bændaætt góð og búmanna þar
norður um sveitirnar. Þórhalli var í hvoruga ættina
skotið um vit nje kosti og gjörði þau skil um æfina
á verksviðum beggja, að enginn ætllei’abragur var að.
Björn prófastur Halldórsson, faðir hans, var fædd-
ur 4. nóv. 1823. Hann varð aðstoðarprestur í Lauf-
ási hjá sjera Gunnari Gunnarssyni 1852 og fjekk
prestakallið ári síðar, eftir lát lians. Hann var þá
kvæntur fyrir rúmu ári. Kona hans hjet Sigríður
Einarsdóttir bónda í Saltvík á Tjörnesi, búkona mikil
og góð húsfreyja. Bjó sjera Björn síðan í Laufási
Andvari XLII, 1