Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 11
Andvari].
Pórhallur biskup Bjarnarson.
3
að leggja eyrun við, þegar þau efni bar á góma, og
kenna af hita um hjartarætur.
Það leið ekki heldur á löngu, að hann kæmist
i nánari kynni við Jón Sigurðsson sjálfan. Þegar
hann var 12 ára, kendi hann sjer meins, er ætlað
var að stafa mundi frá sull í lifrinni. Var hann þá
sendur utan til Jóns Finsens, læknis í Randarósi, í
því skyni, að hann brendi til sullsins. Það þótti þá
vænst til lækninga við þeirri veiki. Þórhallur dvaldi
með Jóni lækni um veturinn og batnaði, en ekki
varð af brunanum. Aftur á móti gekk hann í skóla
hjá danskri kenslukonu og lærði m. a. dönsku og
ensku. í utanför þessari átti hann nokkurra vikna dvöl
í Kaupmannahöfn og var þá heimagangur hjá Jóni
Sigurðssyni, er virtist taka ástíóstri við liinn unga
mannvænlega Laufæsing, hafði hann iðulega með
sjer á morguugöngum, hjalaði við hann og fræddi.
Utanför þessi öll saman var Þórhalli drjúgur skóli,
jók stórum og llýtti fyrir þroska hans.
Næstu vetur eflir utanför þessa lærði Þórhallur
undir skóla hjá Jóni Þorsteinssyni á Hálsi, er þá var
nýbakaður stúdent heima hjá föður sínum. Fór hann
því næst suður til inntökuprófs vorið 1871 og ætlaði
sjer í 2. bekk, en próíið mistóksl; strandaði á lat-
neska stílnum. Um þær mundir var svo mikið ríki
latínunnar í lærða skólanum, að enginn andlegur þroski
nje kunnátta í öðrum greinum gat vegið á móti
»minus« í latneskum stíl, ef teíla var um llutning
milli bekkja. Þórhalli var því skipað í 1. bekk. Undi
hann illa þeim málalokum. Þá var það, að Jón Sig-
urðsson, sem þá var kominn heim til þingsetu, minti
hann á söguna um Hrærek konung, er betur undi
á kotbænum Kálfskinni en höfðingjasetrinu Möðru-