Andvari - 01.01.1917, Page 14
6
Þórhallur biskup Bjarnarson.
[Andvari.
daginn utan kenslustunda og ritaði í dagbók sina
eða las sögu — ekki sögur. Sagan var eftirlæti hans
alla tíð og hafði mikil áhrif á hugarfar hans. Þaðan
kom honum víðsýni og djúpur skilningur á mönn-
um og málefnum, bæði 1 sögu og samtíð, og átti
j þannig drjúgan þátt í þeirri varfærni og umburðar-
lyndi, frjálslyndi og mannúð, sem voru einkenni lians
á fullorðinsárunum.
Þórhallur tók studentspróf 1877 og sigldi samsum-
ars til háskólans í Höfn. Fyrir löngu liafði hann
ráðið með sjer að lesa þar guðfræði, en fáir munu
þá hafa liaft mikið af trúarlífi hans að segja. Skóla-
lifið virtist í þeim efnum alt dautt og dofið. t*að var
eins og þegjandi samkomulag væri um það með
piltum, að láta þau mál liggja í þagnargildi. Guð-
ræknisiðkanirnar fyrirskipuðu, húslestrarnir kveld og
morgna og kirkjuferðirnar annanhvern sunnudag,
virtust verri en gagnslausar og kenslan í kristnum
fræðum bætti lítið úr skák. Mörgum leiddist tilfinn-
anlega að læra trúfræði Liscós. Menn taka ekki á
þeim árunum eins og tóm ílát við hverjum lærdómi,
sem í þá er troðið, þó að bæði höfuð og hjarta rísi
á móti. Auk þess andaði stundum heldur kalt frá
hinum kennurunum sumum í garð trúmálanna. I3eg-
ar bezt ljet, bjó því hver að því, sem hann liafði að
heiman haft í þeim efnum. þórhallur mun hafa haft
það veganesti í bezta lagi og geymt þess betur en
margur annar. Aldrei heyrðist honum lirjóta kulda-
orð eða Ijettúðar um þau málefni. Ekki varð guð-
fræði liáskólakennaranna honum mjög að skapi, er
þangað kom, trúfræði P. Madsens myrk og þröng-
sýn og biblíuskýring Styhrs ekki betri. Bezt mun
honum hafa fallið »hinn glaði kristindómur« P. Niel-