Andvari - 01.01.1917, Page 15
Andvari].
Pórhallur biskup Bjarnarson.
7
sens, er kendi honum kirkjusögu, en þar þurfti ekki
Þórhallur að leggja í tóman garðinn. Á fyrirlestra
hinna hlj'ddi hann að vísu, en fór sinna ferða fyrir
þeim [í skoðunum. Hugsaði hann um sumar kenn-
ingar þeirra líkt og Jón Loftsson sagði forðum:
»Heyra má ek boðskap erkibiskups, en ráðinn er ek
i at halda hann at engu«. Eftir 51/* árs dvöl við
háslcólann lauk hann guðfræðisprófi 23. jan. 1883
með 1. einkunn, en miklu frjálslegri og bjartari trú-
arskoðunum en þar drotnuðu um þær mundir.
t*á var faðir lians andaður fyrir rúmum mánuði,
19. des. 1882, og barst honum sú fregn nokkru síðar.
Sóknarmenn rituðu honum þá brjef ástúðlegt og báðu
hann að sækja um Laufás og lofuðu að leggja að
biskupi af alefli, að honum yrði veittur hann. En
um sömu mundir fjekk liann þá fregn, að einn sókn-
arbóndinn, hinn helzti, hefði hafið málsókn, til að
ná varphólma undan Laufási, og látið lesa stefnu í
málinu yfir föður hans nýlátnum á líkbörunum. Þó
að tiltæki þetta muni ekki hafa stafað af óvildarhug
til sjera Bjarnar, vakti það beizka gremju í sókn-
inni, og syni hans fjekk það svo mikils, að hann
vildi ekki gjörast prestur í Laufási í því skapi, þó
að hlíðarnar við Ej'jafjörð hlægi við honum, eins og
Hallsteini forðum, og hann fyndi það á sjer, að sú
sveit mundi sjer æfinlega öllum kærri. Hann neitaði
því bæn sóknarmanna tafarlaust og dró enga dul á
ástæðuna.
Hann hjelt heim til íslands um vorið, en sótli
ekki um prestakall að svo stöddu. Veturinn næsta
eftir heimkomu sína dvaldi hann í Reykjavík við
kenslustörf. Hófust þá kynni hans við barnaskólann,
sem síðan urðu löng og góð. Þá um veturinn and-