Andvari - 01.01.1917, Page 16
8
Þórhallur biskup Bjarnarson.
[Andvari,
aðist sjera Þórður Þórðarson í Reykholti, og lögðu
sóknarmenn kapp á að fá Þórhall í stað hans. Ljet
hann til leiðast, þó að hugur hans muni meir hafa
staðið til kenslustarfa við prestaskólann en til prest-
skapar. Var honum veitt Reykholt 18. marz og vígð-
ur þangað 18. maí 1884 aí Pjetri biskupi Pjeturssyni.
Um vorið gjörði hann bú í Reykholti og var þegar
seltur prófastur í hjeraðinu. Vel fjell á með honum
og sóknarmönnum, en þó ljeku honum landmunir
til Eyjafjarðar. Par bjó einkabróðir hans Vilhjálmur
í Kaupangi og þar var móðir hans og — Laufás.
Varð það úr, að þeir sjera Guðmundur Helgason, er
þá var prestur á Akureyri, skiftu á prestaköllum
vorið eftir 1885, en ekki var Pórhallur prestur þar
norður nema 2—3 mánuði, því að þá um sumarið
losnaði kennarastaða við prestaskólann. Sigurður
Melsted, forstöðumaður hans, Ijet af embætti en við
tók sjera Helgi Hálfdánarson, og var Þórhallur sett-
ur þá þegar í kennaraembætti lians við prestaskól-
ann og fluttist þá til Reykjavíkur um sumarið, en
embættið var honum veitt 24. febr. 1886, en við for-
stöðu skólans tók hann við ársbyrjun 1894 og hafði
hana á hendi til þess er hann varð biskup 19. sept.
1908. Hann var þannig kennari prestaefna landsins
23 ár.
Þegar hann kom að prestaskólanum, hafði skól-
inn staðið 38 ár og bjó enn að fyrstu gerð í flestum
efnum. Námstiminn var 2 ár, 9 mánuðir fyrra árið,
en siðara árið 11, því að burtfararprófið var elcki
lekið fyr en í ágústmánaðarlok. Þó að námstíminn
væri ekki lengri en þetta, var hann þó furðu dýr,
því að hann svipti kandidatana sumaratvinnu. Auk
þess var ódrjúglega með hann farið, því að reglu-