Andvari - 01.01.1917, Page 17
Andvari].
Pórhallur biskup Bjarnarson.
9
gjörð skólans bauð, að kenna alt í fyrirlestrum, er
stúdentarnir skrifuðu eftir kennurunum. Tafði það
námið stórum, svo að ekki vanst tími til að fara
yfir helminginn af nvja testamentinu, en gamla testa-
mentinu var alveg slept og öðru fleiru, er prestum
er nauðsyn að kunna.
Þórhalli geðjaðíst lítt að þessu fyrirkomulagi. Hann
vildi, að íslendingar væru sem sjálfstæðastir í menta-
málum eins og á öllum svæðum öðrum, og undi því
illa, að embættisskólarnir innlendu væru hornrekur
og ruslakistur hjá háskólanum í Höfn. Til þess að
styrkja þá í samkeppninni við hann, vildi liann bæði
eíla þá að lærdómi og hæna stúdenta að þeim með
námsstyrk og siðan utanfararstyrk til að framast
betur við erlenda háskóla. í þvi skyni bar hann
fram þá tillögu á alþingi 1895, að leita skyldi samn-
inga við stjórn háskólans um það, að nokkur hluti
námsstyrks ísl. stúdenta þar yrði framvegis fenginn
landsstjórninni hjer í hendur, til þess að hún gæti
varið honum á þann hátt. Hann leit svo á, að
utanför rnundi því hollari og vænlegri til árangurs,
sem andlegi þroskinn væri orðinn meiri áður. Það
sárnaði honum, er háskólinn var kominn á stofn
hjer, að stúdentar streymdu til Hafnar eftir sem áð-
ur, til að nema þau fræði, er hjer voru á boðstól-
um. Reglugjörð prestaskólans var nú brátt tekin til
endurskoðunar og gjörðar á henni ýmsar breyt-
ingar. Var um þær fylsta samkomulag með kennur-
unum. Námstíminn var lengdur um 7 mánuði, einn
vetur, en slept hinum hvimleiða próflestri um slátt-
inn. Ákveðið var og að nota bækur við kensluna,
svo sem kostur væri, jafnframt fyrirlestrunum, og
alþingi veitti fje til að gefa þá út á prent. Var byrj-