Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 18
10
Þórhallur biskup Bjarnarson.
Andyari
að á því jafnskjótt sem hin nýja reglugjörð gekk í
gildi, árið eftir að Þórhallur tók við forstöðu skól-
ans. Kenslan var drjúgum aukin, og styrkur lítið
eilt hækkaður. Skólastjórnin Ijet Pórhalli vel, gætti
hags skólans með reglusemi og umhyggju, var einkar
þýður í samvinnu við kennarana og hugull og lijálp-
samur við lærisveina sína, þegar þeir þurftu með, og
hollur í ráðum. Svo segja þeir, að kensla hans hafi
verið skemtileg og vekjandi til íhugunar; ekki alt af
föst í rásinni, en borið margt á góma, skoðanafrelsi
lærisveina hvergi þröngvað. Valdboð á þeim svæð-
um var honum jafnan andstygð; vissi sem er, að
það ber venjulega öfugan árangur við það sem til er
ætlast. Þótti sumum hann ganga þar stundum feti
lil skamt, er hann greindi ástæður hlutdrægnislaust
með og móti um eitthvert atriði án þess að leggja
sjálfur nokkurn úrskurð á.
Brátt hlóðust störf á liann auk embættisanna.
Sumarið eftir að hann settist að í Rvík, gjörðist
hann skrifari Pjeturs biskups Pjeturssonar, er þá var
orðinn háaldraður og hrumur. Var hann aðstoðar-
maður hans það sem eftir var biskupstíðar hans,
en þegar biskupaskiftin urðu vorið 1889, og sjera
Hallgrímur Sveinsson, eftirmaður Pjeturs biskups,
fór utan til vígslu, var Þórhallur settur til að þjóna
dómkirkjuprestsembættinu eftir hann. Gegndi hann
því rúmt ár, til þess er sjera Jóhann Þorkelsson tók
við því í júní 1890.
Meðan hann átti þetta að sýsla, hafði hann að
vonum ekki ráðrúm lil frekari starfa, en næsta ár
eftir hófst annað höfuðstarf hans í þjónustu kirkj-
unnar íslenzku. Hjer á landi var þá eklcert kirkju-
legt tímarit. Þær tilraunir, sem gjörðar höfðu verið