Andvari - 01.01.1917, Side 20
12
Þórhallur biskup Bjarnarson.
Andvarf.
líkar« (Kbl. I. 6. bl.). Þessar tilvitnanir verða að
nægja til að sýna stefnu blaðsins í trúmáladeilunum.
Hún var alt af söm og jöfn. Um framkomu Þór-
halls að öðru leyti í slíkum deilum ber það Ijósast
vitnið, að hann ávann sjer virðingu og vináttu mót-
stöðumanna sinna. Þeir sjera Jón Bjarnason, sem
einna liarðast komu saman, voru aldavinir til æfi-
loka, þrátt fyrir allan ágreininginn. Þegar sjera Jón
fór hörðum orðum um umburðarlyndi Kirkjublaðs-
ins, svaraði Þórhallur: »Umburðarlyndi getur verið
sprottið af kæruleysi; því mælir enginn bót. En til
er umburðarlyndi samfara trú, og guð gefi því sigur
í vorri íslenzku kirkju«. (Kbl. II. 12. bl.).
Hjer er eigi rúm til að geta allra þeirra mála, er
úlgefandi hreyfir i blaðinu. Hann taldi kirkjunni koma
við alla þá lagasetningu, sem snertir siðferðisleg mál-
efni, og »þjónsskyldu« hennar, að láta þau öll til
sin taka, því að »vjer þjónum guði bezt með því að
þjóna mönnunum sem bezt«. Einna mesta eftirtekt
mun þó hafa vakið fríkirkjumálið. Hann vekur máls
á því með þessum orðum: »Því lengur sem eg hugsa
það mál, því innilegri verður sú ósk mín, að liin
evang.-lúterska kirkja fósturjarðar vorrar verði með
öllu sjálfstætt fjelag fyrir sig, en í annan slað verður
mjer það æ ljósara, hve afarmiklum vanda þetta er
bundið« (Kbl. III. 13. tbl.). Hugðu margir, að hann
mundi lietja baráttu fyrir þessu máli og láðu hon-
um það á efri árunum, að hann hefði reynzt ótrygg-
ur þeirri hugsjón sinni og virtu honum til hverf-
lyndis, er ekki varð úr framkvæmdum og blað hans
hætti að ala á því máli. En líldega hefði hann getað
sagt þessi orð, sem að ofan eru rituð, með eins
sönnu á sinni efstu stund. Þeir, sem bregða honum