Andvari - 01.01.1917, Side 21
Anilvari.
í’órhallur biskup Bjarnarson.
13
um framkvæmdarleysi í því máli, verða að muna,
að hann átti einungis við þá fríkirkjuslofnun, »að
öll hin ísl. kirkja í heild sinni skilji við ríkið rjetta
laga leið«. Hitt, »að dragi til sundrungar, er klyfi í
tvent hina veiku krafta, væri hið mesta óhapp«,
segir hann. Mun hann eigi á síðari árunum hafa ótt-
ast, að til slíks óhapps kynni að draga, og þá heldur
kosið »rúmgóða« þjóðkirkju?
Kirkjublaðið þótti mörgum góður gestur og var
því allvel tekið, þó að ekki gjörði það öllum til hæfis.
Samt sem áður lagðist það niður árið 1897. Var
hvorttveggja, að útgefandinn átti þá ærið að vinna í
öðrum efnum, enda fanst honum þá nauðsynin minni,
þar sem »Verði ljós« var þá tekið til starfa í góðum
höndum. En þegar það þraut, gjörðust þeir sjera Jón
Helgason báðir útgefendur »Nýs Kirkjublaðs, hálfs-
mánaðarrits fyrir kristindóm og kristilega menning«,
frá nýári 1906. Eftir 2 ár varð Þórhallur þó aftur
einn um hituna og hjelt blaðinu út upp frá því til
dauðadags með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, því að
honum þótti sú stefna kirkjumála og trúarlífs, sem
blaðið hjelt fram, með engu móti mega niður falla.
»Þjóðlíf vort«, segir hann, »bíður þess aldrei bætur,
ef trúarlífinu í landinu er spilt, hvort heldur það er
með svefni sinnuleysisins eða þröngsýnisofstæki fá-
fræðinnar« (N. Kbl. 1908. 1.).
Útgefandinn ritaði einatt sjálfur mikið í blaðið,
oftast stuttar greinir um ýmisleg efni. Það er sæl-
gæti að lesa margar þeirra, bæði sakir efnis og orð-
færis. Honum var einkennilega sýnt um að segja
mikið í fám orðum, en hafði spartverska óbeit á
öllum málalengingum.
Skólamál og uppeldis voru Þórhalli jafnan hug-