Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 22
14
Þórhallur biskup Bjarnarson.
Andvari-
leikin. Sá hann þar grundvöll allra þjóðþrifa og
farsældar komandi kynslóða. Lagði hann margt tii
þeirra mála. Fyrsta ritverk hans, er kom á prent, var
bæklingur eftir Herbert Spencer »Um uppeldi«, er
hann þýddi að hálfu og Þjóðvinafjelagið gaf út 1884.
í skólanefnd Reykjavíkur sat hann samfleytt 18 ár
(1888—1906). Á þeim árum var skólinn í óðum vexti
og að ýmsu leyti á framfaraskeiði. Þá var reist barna-
skólahúsið, kensluáhöldin bætt og aukin, verklegum
námsgreinum viðbælt, skólasmíði, hannyrðum og
matreiðslu. Þórhallur var öflugur hvatamaður allra
þessara umbóta. Mest allra námsgreina unni hann
sögu vorri og lungu. Kendi hann sjálfur sögu ís-
lands nokkra vetur í einum bekk barnaskólans að
gamni sínu. Það var list sem honum ljet. Hann sagði
börnunum söguna, en notaði enga bók. Það voru
tillilökkunarstundir fyrir börnin, og sum a. m. k. urðu
sólgin í sögu á eftir. Hann langaði til að semja ís-
landssögu lianda börnum, en annríki hamlaði. Það
var skaði. Til þess að gjöra börnum léttara og ljúf-
ara að kynnast ögn ísl. bókmentum, fornum og nýj-
um, og fögru máli, tók hann saman »Fornsöguþætti«,
4 bindi, með Pálma Pálssyni, er út komu um alda-
mótin, og »Skólaljóð« skömmu síðar. Hann var einn-
ig í nefnd þeirri, er gaf út »Lesbók lianda börnum
og unglingum«, 3 bindi, 1907—10, að tilhlutun lands-
stjórnarinnar.
Þegar efnt var til alþýðufræðslu stúdentafjelagsins
1895, var hann þegar kosinn í fræðslunefndina og
var formaður hennar og framkvæmdarstjóri 1898—
1901 og öílugasti stuðningsmaður fyrirlækisins. Flutti
sjálfur 12 erindi veturinn 1901—2, öll um sögu ís-
lands.