Andvari - 01.01.1917, Page 23
Andvari.
Þórhallur biskup Bjarnarson.
15
Meðan Þórhallur átti þessum störfum að sinna, er
nú hafa verið talin, lá hann eigi heldur á liði sínu til
eflingar verklegum framkvæmdum. Þegar hann var
seztur að í Rvík, gekk hann brátt í Búnaðarfjelag
Suðuramtsins, sem hafði þar aðalstöð sína undir for-
ustu H. Kr. Friðrikssonar, og var kosinn varamaður
í stjórn þess litlu síðar 1892. Árið eftir bar fjelags-
stjórnin þá tillögu fram, að gjöra fjelagið að búnað-
arfjelagi landsins alls- Var hann þá kosinn í 5-manna
nefnd, til að semja frumvarp til laga fyrir slíkt alls-
herjar fjelag, er síðan skyldi bera undir amtsráð
hinna fjórðunganna. Málið strandaði í það sinn á
synjun amtsráðanna. Páll Briem amtmaður vakti það
upp aftur, og var Búnaðarfjelag íslands stofnað 1899
og Þórhallur kosinn fulltrúi á hið fyrsta búnaðar-
þing, er kaus hann þegar í stjórn fjelagsins. Sat hann
í henni til dauðadags og var forseti fjelagsins 1901 —
07. Jafnframt var hann frá 1894 formaður »hins ísl.
garðyrkjufjelags«, er Schierbeck landlæknir hafði
stofnað 1886, og þegar jarðræktarfjelag Reykjavíkur
var stofnað 1891, var hann þegar kosinn í stjórn
þess og jafnan endurkosinn, þangað til hann baðst
undan kosningu 1912. Það er skjótt frá að segja, að
Þórhallur átti svo mikinn og góðan þátt í vexti og
viðgangi þessara fjelaga og allra þeirra búnaðarfram-
fara, sem þau hafa komið af stað og eflt, að hann
mun jafnan verða talinn höfuðskörungur landbúnaðar-
málanna um sína daga. Auk sjálfra sljórnarstarfanna,
er hann gegndi með frábærri alúð, fylgi og lagi, sem
honum var tamt, vann hann búnaðinum sí og æ það
gagn, er hann jmátti, með ritgerðum, brjefaskiftum
við fjölda manna og ferðalögum til hvatninga, og þá
eigi sízt með framkvæmdum sínum og áhrifum á al-