Andvari - 01.01.1917, Side 25
Andvari.
Pórhallur biskup Bjarnarson.
17
frá í svipinn, en leita á aftur og aftur með hægð og
nýjum gögnum. Reyndist honum sú aðferð oft drjúg
til sigurs. Á þingunum 1897 og 99 var liann forseti
neðri deildar. Orð fór af dugnaði hans i þeirri stöðu
og undi þá sem endranær illa málalengingum. Þótti
sumum nóg um vinnuhörku forseta, sem segir í vísu-
lielming þessum, sem þá var kveðinn um hann:
Þingmennina sína sá,
sveltir til að þegja.
í stjórnarskrármálinu var hann Valtýingur, kaus
heldur að komast nokkuð áleiðis en ekki neitt, ef
hvergi væri hopað. Síðan hallaðist hann að flokki
heimastjórnarmanna, og rjeð þar miklu um það leyti
sem stjórnarskittin urðu 1904. Þá var hann einn
þeirra þingmanna, er stofnuðu »Lögrjettu« eftir þing
1905, og var formaður útgáfufjelagsins og í ritnefnd
blaðsins fyrstu árin, en óbilgjarn flokksmaður gat
hann aldrei verið. Var honum einatt borið það ábrýn,
að hann væri »á báðum áttum«, eins og oft hendir
vitra menn og vandaða, er skoða hvert mál frá báð-
um hliðum og vilja unna livorumtveggja sannmælis.
Auk þeirra margvíslegu starfa, er nú hafa verið
talin, hafði hann mörgum fleiri trúnaðarstörfum
að gegna. Þannig var hann bæjarfulltrúi ár-
in 1888—1906, og þá í mörgum nefndum, skrifari
Reykjavíkurdeildar Bókmentafjelagsins 1888—1904,
gjaldkeri Fornleifafjelagsins 1893—1916. Og má svo
að orði kveða, að hvar sem hann var við fjelag rið-
inn eða fyrirtæki, þar væri hann kjörinn til stjórnar
eða trúnaðarstarfa.
Konungur gjörði hann R. af Dbr., dbrm. og pró-
fessor að nafnbót.
Eftir þing 1907 tók hann að draga sig meir og
Andvnri XLiI. 2