Andvari - 01.01.1917, Side 29
Andvari].
Pórhallur biskup Bjarnarson.
21
tekið sjer fyrir hendur að þýða hinar apokryfisku
bækur gamla testamentisins og var því verki langt
komið, er biskup fjell frá.
Mesta »nauð í biskupsdómi sínum« hafði Þórhallur
biskup af sundrung þeirri, er magnast hefir í ísl.
kirkjunni á siðustu árum af ágreiningi um trúar-
skoðanir milli gamallar guðfræði og nýrrar sem kall-
að er. Deilur um þau efni meðal kennimanna kirkj-
unnar voru honum liugraun og því meiri sem lengra
leið á æfi hans. Gjörði hann alt, sem í hans valdi
stóð, til að stilla til friðar í þeim efnurn og skirra
vandræðum, ekki einungis hjer á landi heldur einnig
vestan hafs. Hlaut hann oft ámæli fyrir og var brugð-
ið um slefnuleysi. En það var ófyrirsynju. Enginn
gat verið í vafa um, hvorumegin hann var í því máli,
þó að hann vildi ekki bera vopn á þá, sem voru
annarar skoðunar. Honum sýndist himinn guðs nógu
víður til þess, að hvorirtveggju mættu ágætlega kom-
ast fyrir undir honum, og meira en nóg þarfara verk-
efni og samboðnara lærisveinum Jesú en að þrátta
sín á milli. Að ísl. kirkjan liðaðist sundur í deil-
andi flokka og boðskapur kristindómsins til þjóðar-
innar yrði jag um trúarlærdóma, til þess var honum
þungt að hugsa.
Þórhallur biskup kvæntist 16. sept. 1887. Kona
hans var Valgerður Jónsdóttir, bónda á Bjarnastöð-
um í Bárðardal, en fósturdóttir Tryggva Gunnarssonar,
og hafði dvalið lengi með honum í Khöfn, góð kona
og guðrækin, prýðilega mentuð, gáfuð og hispurs-
laus. Þau bjuggu fyrst i húsi Steingríms Thorsteins-
sonar við Austurvöll, en siðan keypti hann kot eitt
litið, er Móhús hjet, sunnanvert við bæinn, og tvo
smáa túnbletti. Þar bygði hann sjer bústað sumarið