Andvari - 01.01.1917, Page 30
22
í’órhallur biskup Bjarnarson.
[Andvari.
1896 og nefndi Laufás. Smátt og smátt færði hann
út kvíarnar yfir móaholt og mýrarfen, unz þar var
orðinn hinn fríðasti l)úgarður með um 45 tlag-
sláttna túni, ágætlega ræktuðu.
Minst gekk honum gróðavon til þessarar ráða-
hreytni. Hitt var heldur, að hann unni þess börnum
sínum að alast upp utanbæjar, enda var hugur sjálfs
lians æfinlega hálfur eða meir í sveitinni, við nátt-
úruna, bústörfin og skepnurnar. Oft ílökraði að hon-
um að óska, að enn væri í Skálholti biskups setur og
skóla. Hann undi því ekki að horfa aðgjörðalaus á
óræktað land. Það var löngum venja hans, að vera
snemma á fótum, ganga út í vinnufötum og líta eftir
á búi sínu. Var honum það þá hin bezta skemtun
og hressing að taka sjálfur hendi til livort heldur
var í ílagi, á túni eða í hlöðu, hesthúsi og fjósi. JÞá
var hann aftur orðinn ungur sveinn lieima í Lauf-
ási. En á hæfilegum tíma var hann kominn á skrif-
stofu sína og var þá ekki á að sjá, að dottið hefðu
af lionum gullhringarnir. Iíunningjar hans kýmdu
stundum að þessu hátterni lians og hrutu mörg fyndn-
isorð í hans garð. Hann brosti að því góðlátlega og
gjörði gaman að hjegómaskapnum. Börnin hans höfðu
ekki óhag af þessu. Hann vandi þau með sjer við
vinnu, kendi þeim að virða hana og hafa ánægju af
henni og skepnunum. Laufás var góður skóli. Hvergi
voru húsbændur prúðari og hispurslausari í senn.
Hvergi sáust börn betur upp alin. 'Og hvergi voru
skepnur eins mannelskar.
Skömmu eftir að liann varð biskup, kendi liann
meins þess, er dró hann að lyktum lil dauða. En
það fór hægt og ljel hann það lítt á sjer festa; varð
þó að vinna með meiri gát. Hitt varp dimmari