Andvari - 01.01.1917, Side 32
24
Þórhallur biskup Bjarnarson.
[Andvari.
um engan ótta. Að síðustu sveif á hann eins og höfgi
eða óráð og mælti hann þá þetta síðast svo að son-
ur hans heyrði: »Guð gefi góðu málefni sigur«. Hann
andaðist um kvöldið stundu eftir miðaftan«.
Þórhallur biskup var manna fríðastur, bjartur yfir-
litum, mikill á velli, karlmannlegur og tígulegur, og
að öllu hið mesta glæsimenni. Hann var gleðimaður
á yngri árum. en aldrei ljettúðarmaður, alla æfi við-
ræðugóður og skemtilegur, gamansamur, fyndinn og
fróður mjög; kunni fjölda sagna og orðtaka og hafði
á hraðbergi til heimfærslu. Hann var manna kurteis-
astur og »kunni vel að vera með tignum mönnum«,
en bjartast skein honum lijartað úr augum, er hann
laut að »hinum lágu«. Þá var hann þeirra líki. Það
mun engum kunnugum gleymast, hve gjörhugull og
nærgætinn hann var við börn og gamalmenni og
enda alla, sem voru lítils um komnir. Hitt er og
þjóðkunnugt, hver skepnuvinur hann var. Engum
manni gat verið fjær skapi en honum að virða menn
eftir veraldargengi. í hans augum, eins og Burns
skálds, var
»hefðarstand alt mótuð mynt,
en maðurinn gullið, þrátt fyrir alt«.
Fár mundi hafa orðið seinni til en liann að »kasta
á breiska steini«. Það var engin uppgerð, er hann
ljet syngja við biskupsvígslu sína orð föður síns:
»Jeg er kristinn, jeg vil láta,
Jesú, orð þín lýsa mjer«
og engin látalæti þetta:
»— Jeg vil gráta,
Jesú, mina synd hjá þjer«.
Þeim verður trauðla stórlætið að meini, sem það
hefur gjört í alvöru. Sumir ætluðu hann vantrúar-