Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 34
26
Pórhallur biskup Bjarnarson.
[Andvari.
Ættjörð og frelsi unni liann jafnheitt í elli sem
æsku. Hvort sem hann studdi að ræktun jarða eða
greiddi guðsorði veg inn á heimilin, hvort sem hann
gekk að moldarverki á búi sínu eða sagði börn-
unum íslendingasögu í skólanum, hvort sem hann
mælti líkn varnarlausum skepnum eða knúði þing-
menn til starfa, var hann alt af að vinna fyrir ætt-
jörðina. Vafalaust hefur það verið eittlivert hennar
málefni, er hann óskaði sigurs með deyjandi tungu.
Hann vildi kenna börnunum að elska hana og full-
orðna fólkinu að græða mein hennar. Kirkjan sjálf
var ekki of góð til að þjóna henni. Hann var jafnhug-
fanginn af fegurð landsins eins og hann var gagnlek-
inn af — mjer liggur við að segja — helgri lotningu og
rækt við alt gott og fagurt í sögu og þjóðlífi að fornu
og nýju. Og þó var hann um leið allra manna lausast-
ur við hleypidóma, vanakreddur og tízkudróma. Frels-
isásl æskunnar var söm við sig, en hún liafði þroskast:
skólapilturinn var stundum óst5Trilátur, kennimaður-
inn æfinlega manna fyrirleitnaslur og frjálslyndastur
í senn. Hann skorti hvorki þekkingu nje skarpleik
til að skilja, hvernig menn geta komist að sinni
niðurstöðunni hvor, þó að báðír leiti sannleikans af
alúð. Hvar sem hann átti yfir öðrum að segja, var-
aðist hann að láta þá kenna á valdinu, en kaus
hitt heldur, að laða þá sjálfráða til fylgis eins og
góður hróðir eða fjelagi. Hann hafði þá trú á frels-
inu, að það væri mannseðlinu hollast. »í smáu og
stóru«, sagði hann einhverju sinni í gremju, »vantar
trúna á það, að hið góða verði ofan á, sje að eins
gefið frelsi«.
Hann var iðjumaður mikill, sístarfandi og fljót-
virkur mjög; sjer þess víða menjar, er lengi mun að