Andvari - 01.01.1917, Page 36
[AndvarU
Alþýðutryggingar.
Eftir
I’orstein Porsteinsson hagstofustjóra.1)
Högum fjölda margra manna meðal almennings er
þannig háttað, að þeir hafa einungis til hnífs og
skeiðar meðan þeir geta notið allra starfskrafta sinna.
Þegar þeir eru þrotnir vegna elli eða ef einhver
óhöpp koma fyrir, svo sem slys, veikindi eða at-
vinnuleysi, þá er oft enginn annar útvegur en að
leita á náðir sveitarinnar. Þegar milliþinganefndin í
fátækramálum spurðist fyrir um orsakir sveitarþyngsl-
anna árið 1901—2, þá kom það í Ijós, að meir en
helmingur allra þurfamanna, sem þá voru, höfðu
komist á sveitina vegna veikinda, heilsubilunar eða
ellilasleika. Það hlýtur hverjum manni að liggja í
augum uppi, hve öfugt það er og í alla staði skað-
Iegt, að menn sem af algerlega ósjálfráðum ástæðum
ekki megna að vinna fyrirsjer að öllu leyti, skuli settir á
bekk með ráðleysingjum og slæpingum, sviftir borg-
aralegum rjettindum og í almenningsálitinu brenni-
merktir sem ónýtir borgarar. Þegar svo er komið, er
1) Fyrirlestur haldinn i Kvennrjettindafjelagi íslands
vorið 1916, hjer lítið eitt aukinn.