Andvari - 01.01.1917, Page 39
Andvari.]
Alþýðutryggingar.
31
um og ýmsum teiknum. Fjelög þessi eru annars í
mjög mismunandi sniði. Sum ná að eins yfir eina
sókn, en önnur yfir alt landið. Sum eru bundin við
sérstakar iðnir, en önnur standa opin öllum stjettum.
Sum eru mjög fámenn, en í öðrum eru margir tugir
eða jafnvel hundruð þúsund fjelagsmanna. í Man-
chester Unity of Odd-Fellows eru t. d. 8—900 þús.
fjelagsmanna.
Fjelög þessi eru þannig bygð á mjög mismunandi
trauslum grundvelli og mörg þeirra hafa ekki verið
fær um að standast skuldbindingar sínar. Alt frá
því í lok 18. aldar (1793) hefur því löggjöfin
heint athygli sinni að þeim. Þeim hafa verið veitt
sjerstök hlunnindi, ef þau vildu láta skrásetja sig,
en þar með hafa þau einnig orðið háð eftirliti stjórn-
arvalda, sem fá skýrslur um hag þeirra og geta tek-
ið í taumana, ef ástæða þykir til.
Sum af þessum styrktarfjelögum veita að eins út-
fararhjálp, þegar fjelagsmenn deyja, en flest þeirra
veita fjelögum sínum læknishjálp og meðul í veik-
indum auk ákveðinna dagpeninga og sum veita einnig
konum fjelagsmanna samskonar hjálp. Einstaka fje-
lög veita líka meðlimum sínum ellistyrk, en sjúkra-
tryggingin er aðalatriðið hjá öllum þorra fjelaganna.
Að fjelögin eru tryggingarfjelög, en ekki að eins
styrktarfjelög, sjest á því, að fjelagsmenn eiga heimt-
ingu á ákveðnum styrk, þegar veikindi bera að hönd-
um, án tillits til hvernig fjárhagsástæður þeirra kunna
að vera. Sjúkrastyrkurinn er mjög mismunandi hár
og jafnvel í sama fjelaginu geta menn trygt sjer mis-
háan sjúkrastyrk eftir því, hve há iðgjöld menn
vilja greiða. Venjulegasta upphæð sjúkrastyrksins er
8—20 sh. (kr. 7.20 — 18.00) um vikuna, en menn