Andvari - 01.01.1917, Side 41
Andvari.]
Alþýöutryggingar.
33
»Sociétés de secours mutuel« og leggja þau aðaláhersl-
una á að tryggja fjelögum sínum sjúkrastyrk. Þau
eru útbreidd meðal millumstjeltanna (smáborgara),
en mestur hluti af verkamönnunum frönsku er fyrir
utan þau. Um 1910 var Vs hluti (13°/0) af íbúun-
um í Frakklandi í sjúkrasamlögum.
í Danmörku er fjöldi af frjálsum fjelögum alþýðu-
manna, sem tryggja meðlimum sínum hjálp í veik-
indum. Árið 1892 voru sett lög um sjúkrasamlög og
árið 1915 voru þau endurskoðuð i heild sinni. Með
lögunum fengu fjelög þessi rjett til lögskráningar og þar
með ýms mikilvæg hlunnindi gegn því að hlíta eftir-
liti stjórnarinnar. Þannig veitist lögskráðum sjúkra-
samlögum lillag úr ríkissjóði, sem nemur 2 kr. á
hvern fjelagsmann með fullum rjettindum, og auk
þess V4 af ákveðnum hluta af útgjöldum samlagsins,
þó svo, að styrkurinn fari ekki fram úr ákveðinni
upphæð á hvern fjelaga (kr. 4,65 í Kaupmannahöfn,
kr. 4,15 í öðrum bæjum og kr. 3,65 í sveitum).
Vegna þess að samlögin eru þannig styrkt af opin-
beru fje, mega ekki aðrir verða fjelagar í þeim
með fullum rjettindum en efnalitlir rnenn, og setur
stjórnin á hverjum 5 ára fresti reglur um, hverjir
skuli falla undir þau ákvæði (eftir tekjuhæð, barna-
fjölda o. íl.). Fjelagar með fullum rjettindum fá í veik-
indum ókeypis læknishjálp og sjúkrahúsvist fyrir
s*g og börn sín innan 15 ára og ennfremur í veik-
indum sínum sjúkrastyrk, að minsta kosti 40 au. á
dag, en i mesta lagi 4/s af venjulegum vinnulaunum
á staðnum, þó ekki yfir 3 kr. Venjulega hafa sam-
lagsmenn ekki rjett til að fá dagpeninga lengur en
13 vikur á ári. Konur þær, sem sjálfar eru fjelagar,
fá barnsfararstyrk, minst 1 kr. á dag í 10 daga eftir
Andvari XLII. 3