Andvari - 01.01.1917, Side 43
Andvari.]
Alþýðutryggingar.
35
til þess að stofna tryggingar fyrir sig og halda þeim
við. Með miklum fortölum árum saman og ríflegum
fjárstyrk úr ríkissjóði hefur að vísu tekist sumstaðar
að gera sjúkratryggingar töluvert almennar meðal al-
þýðu, einkum í Danmörku. En æfinlega verða þó
margir fyrir ulan samlögin, og það einmitt oft þeir
allra fátækustu, sem langmest þurfa á tryggingunum
að halda. Þess vegna hafa menn sumstaðar stytt sjer
leiðina að takmarkinu með því að gera mönnum að
skyldu að tryggja sig, svo að allir, einnig þeir fram-
taksminstu og óþroskuðustu, sem að eins hugsa um
líðandi stund og láta liverjum degi nægja sína þján-
ingu, verði að spara til þess að tryggja sig gegn ör-
birgð og volæði. Auðvitað hefur slíkur þvingaður
sparnaður ekki nærri eins mikið siðferðislegt gildi
fyrir hlutaðeigandi mann sem sjálfviljugur sparnað-
ur, því að vel má vera, að hann skoði iðgjöldin að-
eins sem hverja aðra skatta, sem píndir er undan
hans blóðugu nöglum. En skyldutryggingin getur þó
gert það að verkum, að maðurinn þurfi ekki að
líða skort, ef hann verður óvinnufær. Auðvitað má
telja það höft á persónulegu frelsi að láta menn ekki
sjálfráða um það, livort þeir vilja tryggja sig eða
ekki, og sú mótbára hefur líka verið óspart notuð
gegn skjddutrj'ggingunum. En í þessu falli er frelsið
aðeins í því fólgið að mega vegna fyrirhyggjuleysis
eiga á hæltu að komast á vonarvöl og verða öðrum
til byrði. En auðvitað er slík skyldutrygging fyrir
allan almenning miklum vandkvæðum bundin, og
hætt við, að hún verði umsvifamikil og margbrotin,
ef hún á að vera í góðu lagi.
Það var Pýskaland, sem fyrst kom á hjá sjer al-
mennum skyldutryggingum fyrir verkamenn, og það
*3