Andvari - 01.01.1917, Page 44
36
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
var Bismarck gamli, járnkanslarinn, sem kom því í
verk. Milli 1870 og 1880 magnaðisl mjög sósíalistahreyf-
ingin meðal verkamanna á Þýskalandi. Bismarckvildi
fyrir hvern mun koma henni fyrir kattarnef og fjekk
samþykt afarströng lög, er sviftu sósíalísta nær alveg
funda-, fjelaga- og prentfrelsi. En hann sá brátt, að
þetta mundi ekki einhlítt, og til þess að buga sósíal-
istahreyfinguna yrði hann að vinna hjörtu verka-
mannanna með stórfenglegri umbótalöggjöf þeim til
handa. Meðal þýskra vísindamanna hafði komið fram
uppástunga um að setja á slofn skyldutryggingar
fyrir verkamenn, en sljórnin hafði verið því andstæð.
En nú greip Bismarck þessa hugmynd og hugðist að
vinna verkamenn með því að setja á stofn skyldu-
tryggingar fyrir þá gegn veikindum, slysum og elli
með styrk frá ríkinu, því að þegar verkamenn fyndu,
að ríkið trygði líf þeirra og velfarnan, mundu þeir
hætta að hyggja á þjóðfjelagsbyltingar. Að leggja út
í slíkt var sannarlegt slórræði, því að vísu hafði
skyldutrygging áður þekst meðal námumanna og á
einstöku öðrum takmörkuðum svæðum, en slík alls-
herjartrygging á miljónum verkamanna hafði aldrei
fyr þekst og það var ófyrirsjáanlegt, hvaða afleið-
ingar hún kynni að hafa í för með sjer. En Bismarck
var ekki deigur að leggja út í stórræðin. Og í boð-
skap keisarans til þingsins 1881 var afmörkuð stefna
stjórnarinnar að koma á fót þrenskonar almennum
skyldutryggingum fyrir verkamenn, sjúkratryggingu,
slysatryggingu og elli- og öryrkjatryggingu.
Eftir mikla baráttu tókst að framkvæma þessa
stefnuskrá með nokkrum breytingum. Fyrst kom
sjúkratryggingin 1883, þá slysatryggingin árið eftir
og loks elli- og öryrkjatryggingin 1889. Ekki tókst