Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 46
38
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
leggur þeim engan styrk. Verkamenn greiða þó sjálfir
að eins 2/3 af iðjöldunum, því að vinnuveitendur
greiða Vs- Iðgjöldin má ákveða hærri fyrir einstakar
atvinnugreinar og lilutdeild vinnuveitenda meiri, ef
sýkingarhætta er meiri við slíka atvinnu heldur en
aðrar. Þetta ákvæði, að vinnuveitandi greiði nokkurn
hluta af iðjaldi verkamanna sinna, kann nú sumum
að þykja óeðlilegt og óviðfeldið, vegna þess að með
því sjeu vinnuveitendur skyldaðir til að gefa verka-
mönnum sínum ölmusu. En í rauninni er svo eklci,
heldur er hjer að eins að ræða um nokkurn hluta
af kaupi verkamannsins, sem löggjöfin fyrirskipar,
að greiðast skuli á þann liátt. Þeir sem vinna hjá
öðrum hljóta að greiða iðgjoldin af kaupi sínu. Það
verður því að vera svo hátt, að verkamaðurinn hafi
eigi að eins nóg fyrir sig og fjölskyldu sína meðan
hann er í fullu tjöri, heldur geti einnig þar að auki
trygt sig fyrir þann tíma, er hann eigi getur notið
starfskrafta sinna. Það er engin sanngirni í því, að
vinnuveitendur sjái verkamönnum sínum aðeins fyrir
lífsviðurværi meðan þeir eru fullvinnandi, en getisvo
dembt þeim upp á sveitina jafnskjótt sem þeirverða
ófærir til vinnu. Það er því alls ekkert ranglæti gagn-
vart vinnuveitendum, þótt löggjöíin fyrirskipi, að þeir
skuli kosta að einhverju leyli tryggingu verkamanna
sinna gegn bilun starfskraftanna, eða jafnvel að öllu
leyti eins og víðast tíðkast um slysatryggingarnar.
Árið 1912 voru í sjúkrasamlögum á Þýskalandi 15
miljónir manna (11 milj. karlar og 4 milj. konur),
en endurskoðuðu lögin, sem juku allmikið trygging-
arskylduna, komu ekki í gildi fyr en í ársbyrjun
1914. Var búist við, að þá mundu bætast við 6—7