Andvari - 01.01.1917, Qupperneq 47
Andvari].
Alpýðutryggingar.
39
milj. manna, svo að alls yrði tryggingarskj'ldur fram-
undir þriðjungur allra landsmanna (30°/o).
Svo sem áður er sagt veita sjúkrasamlögin þýsku
barnsfararstyrk konum, sem sjálfar eru tryggingar-
skyldar, þ. e. konum sem sjálfar vinna lijá öðrum
fyrir kaupi, en aftur á móti venjulega ekki konum
verkamanna, ef þær vinna ekki hjá öðrum. Á þessu
hefur heimsstyrjöldin gert mikla breytingu. Það hef-
ur komið í ijós, að fæðingum fækkar mjög á Þýska-
landi vegna stríðsins. Er jafnvel gert ráð fyrir, að
fækkunin muni nema J/4 af venjulegrí tölu fæðinga.
Það er því hálfu meiri ástæða til að hlynna vel að
þeim börnum, sem fæðast, svo að vanhöldin meðal
þeirra verði sem minst. Sá hefur sjálfsagt verið til-
gangurinn með tilsk., sem út var gefin 3. des. 1914,
þar sem ákveðið var að veita skyldi barnsfararhjálp
konum þeirra manna, sem væru í herþjónustu, svo
og fallinna, særðra og handtekinna og þeirra, sem
ekki gætu gegnt sinu fyrra staríi vegna heilsubilunar,
sem af stríðinu stafaði, ef þeir hefðu verið í sjúkra-
samlagi áður en þeir fóru í stríðið. Hjálpin er fólgin
í 1) 25 m. (kr. 22,50) til almennra útgjalda, 2) 1 m.
(90 a.) á dag í 8 vikur, þar af minst 6 vikur eftir
fæðinguna, 3) 10 m. (9 kr.) til ljósmóður eða læknis
og 4) 50 pf. (45 a.) á dag í 12 vikur^ eftir fæðing-
una, ef móðirin hefur sjálf barnið á brjósti. Hjálpin
má mest vera 133 mörk (tæpl. 120 kr.). Hjálpin
veitist af sjúkrasamlögunum, en' ríkið endurgreiðir
þeim allan kostnaðinn, nema dagpeninga þeirra
kvenna, sem sjálfar eru tryggingarskyldar. Hinn
23. apr. 1915var gefin út ný tilsk. um að barns-
fararhjálpin skyldi ná til allra fátækra sængur-
kvenna, ef maður þeirra hefur verið í stríðinu, og