Andvari - 01.01.1917, Page 52
44
Alþýðutryggingar.
lAndvari*
öllum þeim tilfellum, sem slysið er Yinnuveitanda að
kenna, þá er það hvergi nærri nægilegt. í flestum
atvinnugreinum er meiri eða minni hætta á slysum,
sem ekki verðiir komið í veg fyrir. Að verkamenn
skuli einir bera aíleiðingarnar af slíkum slysum eru
lirópleg rangindi, enda er þeim það venjulega um
megn, og verða þeir þá annaðhvort að leita á náðir
sveitarinnar eða þiggja hjálp einstakra manna. Slik
slys ber auðvitað að skoða sem hvert annað tjón,
sem atvinnurekstrinum er búið og greiðast á af arði
atvinnunnar. Vinnuveitanda her því að greiða skaða-
bætur fyrir slík slys eins og hvern annan óhjákvæmi-
legan kostnað við atvinnureksturinn. Víðaslhvar hafa
líka vinnuveitendur verið gerðir skaðabótaskyldir,
nema þegar slysið er beinlínis verkamanninum sjálf-
um að kenna, og sumstaðar er vinnuveitandi jafnvel
skaðabótaskyldur fyrir þvi, ef verkamaðurinn hefur
ekki viljandi orðið valdur að slysinu. Að skaðabóta-
skyldan er gerð svo víðtæk stafar af því, að það
mundi oft verða leitast við að sanna það með mála-
ferlum, að slysið væri verkamanninum sjálfum að
kenna, en það veldur kostnaði fyrir alla hlutaðeig-
endur og drætti á skaðabótagreiðslunni.
Á Englandi voru fyrst 1880 settar reglur um skaða-
bótaskyldu vinnuveitenda útaf atvinnuslysum, en þær
fóru mjög skamt. Síðar hefur skaðabótaskyldan verið
aukin, síðast með lögum frá 1906 (Workmens Con-
pensation Act). Samkvæmt þeim hefur sjerhver verka-
maður, sem vinnur fyrir aðra, skaðabótakröfu á vinnu-
veitanda, ef liann slasast við vinnu sína, nema liann
eigi sjálfur mikla sök á því. Þessa kröfu eiga allir
verkamenn, hvort sem kaup þeirra er mikið eða lítið,
en auk þeirra skrifarar og ýmsir sýslunarmenn, sem