Andvari - 01.01.1917, Page 53
Andvari].
Alþýðutryggingar.
45
hafa minna en 250 £ (4500 kr.) í árstekjur. Þeir
þurfa ekki að reka rjettar síns fyrir dómstólunum,
því að gerðardómur sker úr málinu. í skaðabætur fá
þeir lielminginn af kaupi sínu útborgað vikulega
meðan þeir eru ekki vinnufærir, og ef maður bíður
bana af slysinu, fær skyldulið hans útborgað þrefalt
árskaup hans, þó minst 150 £ (2700 kr.) og mest
300 £ (5400 kr.), en ef hann lætur enga fjölskyldu
eftir sig, greiðir vinnuveitandi aðeins útfararkostnað-
inn, mest 10 £ (180 kr.). Verkamenn eiga einungis
skaðabótakröfu á hendur vinnuveitendum sjálfum.
Auðvitað geta þeir aftur fengið slysatryggarfjelög til
þess að taka á sig áhættuna gegn iðgjaldi, en enga
skyldu ber vinnuveitanda til þess að tryggja sig þann-
ig. Ef vinnuveitandi er fjárhagslega illa stæður og
hann hefur ekki keypt ábyrgð í slysatryggingarfje-
lagi, getur því farið svo, að hann megni ekki að
greiða skaðabæturnar, og þá er verkamaðurinn jafn-
nær.
Á Frakklandi var árið 1898 lögleidd skaðabóta-
skylda vinnuveitenda við öll atvinnuslys í iðnaði,
sem verkamaðurinn hafði ekki viljandi verið orsök
i, og síðan hefur hún verið færð út til flestra at-
vinnugreina. Til þess að koma í veg fyrir, að verka-
menn geti staðið uppi slyppir þrátt fyrir skaðabóta-
skyldu vinnuveitenda, tekur ríkið að sjer ábyrgð á
greiðslunni, svo að ef vinnuveitandi getur ekki greitt
skaðabæturnar, greiðir ríkið þær úr sjóði, sem mynd-
ast við aukaslcatt á atvinnurekstri.
Á Pýskalandi voru sett slysatryggingarlög árið 1884,
ári siðar en sjúkratryggingarlögin, og var það annar
liðurinn í umbótastefnuskrá Bismarcks til handa al-
þýðunni. Siðan hafa verið gerðar á þeim nokkrar