Andvari - 01.01.1917, Page 54
46
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
breytingar og loks eru ríkistryggingarlögin (Reichs-
versicherungsordnung) frá 1911 alveg komin í stað
þeirra. Nú eru þar tryggingarskyldir gegn slysum
allir verkamenn í námum, verksmiðjum og llestum
iðnum og auk þess sýslunarmenn við sömu störf,
sem ekki hafa yfir 5000 m. (4500 kr) laun á ári.
Auk þess má með samþyktum færa tryggingarskyld-
una út til 1) sjálfstæðra atvinnurekenda, sem ekki
hafa yfir 3000 m. (2700 kr.) í árstekjur, 2) til verka-
fólks, sem vinnur fyrir aðra heima lijá sjer, og 3) til
sýslunarmanna við atvinnurekstur, sem liafa yíir
5000 m. í laun á ári,
Hver sá, sem trygður er, hefur skilyrðislausa kröfu
til skaðabóta, þegar hann slasast, nema hann sje
sjálfur viljandi orsök í slysinu. Eftir 13 vikur frá
slysinu fær hann meðul og læknishjálp og lífeyri
meðan hann er öryrki, % af kaupi sínu, ef hann er
alger öryrki, en ef hann er það ekki nema að nokkru
fær hann 2/3 af kaupi því, sem hann fer á mis við
vegna slysins. Ef liann deyr af slysinu, greiðist út-
farareyrir, ^/ís af árskaupinu, minst 50 m. (45 kr.)„
en auk þess greiðist % kaupi mannsins árlega
eftirlifandi ekkju meðan hún lifir eða þangað lil hún
giftist aftur, og auk þess fær hvert barn styrk til 15
ára aldurs. Þó greiðist ekki alls meira en 60% af
kaupi mannsins árlega lil ekkju og barna.
Byrðin við trygginguna hvílir öll á vinnuveilend-
um. Mynda þeir með sjer fjelög til þess að takast á
hendur trygginguna. Vegna þess hve erfitt er að á-
kveða fyrirfram, hve miklar skaðabætur þurfi að
greiða, jafnast skaðabæturnar, sem greiða ber á hverju
ári, eftir á niður á meðlimina í hlutfalli við vinnu-
laun hinna trygðu verkamanna og með hliðsjón af