Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 55
Andvari].
Alþýöutryggingar.
47
því, hve slysahætta er meiri í sömum atvinnugrein-
um heldur en öðrum.
í Danmörku komst á slysatrygging fyrir ýmsar
greinir iðnaðar árið 1898. Síðar var bætt við fiski-
mönnum, farmönnum og loks verkamönnum við
landbúnað. En með lögum 6. júlí 1916, sem gengu
í gildi 1. apríl þ. á., voru settar sameiginlegar reglur
um allar slysatryggingar og þær látnar ná til miklu
fieiri manna en áður, þar á meðal til verslunarmanna
og allskonar þjónustufólks, svo að heita má, að allir
verkamenn, sem vinna hjá öðrum, sjeu trygðir fyrir
slysum, og auk þess mjög margir, sem venjulega
eru ekki taldir til verkamanna, svo sem skrifstofu-
og verslunarfólk. Ennfremur eru trygðir skipstjórar
á skipum, sem eru minni en 300 tonn, og formenn
á bátum, enda þótt þeir sjeu sjálfir eigendur og út-
gerðarmenn. Auk þess geta aðrir sjálfstæðir vinnu-
veitendur með lágum tekjum ef þeir vilja trygt sjálfa
sig og konu sína (þegar hún starfar að atvinnunni),
og orðið þá aðnjótandi ríkissjóðsstyrks til trygging-
arinnar.
Skaðabótaskyldan hvílir á vinnuveitendum, enþeim
leyfist venjulega ekki að bera sjálfum áhættuna eins
og á sjer stað á Englandi og Frakklandi, heldur eru
útgerðarmenn skipa og báta skyldir að mynda með
sjer samábyrgðarfjelög til þess að bera áhættuna í
sameiningu (eitt fyrir stærri skip og annað fyrir
minni skip og báta), en aðrir atvinnurekendur eru
skyldir að kaupa ábyrgð í einhverju slysatryggingar-
fjelagi, sem stjórnin veitir leyfi til að taka að sjer
slíkar ábyrgðir. Ríkið styður trygginguna með því að
greiða helming af iðgjöldum skipshafna á bátum og
smáskipum og seglskipum stórum og smáum, svo og