Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 61
Andvari].
Alþýðutryggingar.
53
Hver sem trygður er fær ellilífeyri frá því hann er
orðinn 70 ára gamall, ef hann hefur greitt iðgjaldið
í 1200 vikur alls.
Ekkja eftir trygðan mann fær ekkjulífeyri eftir
dauða manns síns, ef hún er öryrki, og börn hans
fá munaðarleysingjastyrk þar til þau eru 15 ára.
Þessum ákvæðum um ekkna- og munaðarleysingja-
tryggingu var bætt við árið 1911, þegar lögin voru
endurskoðuð. Hefur slíkri tryggingu ekki verið
komið á annarsstaðar.
Ríkið greiðir 50 m. (45 kr.) á ári af liverjum ör-
yrkja-, elli- og ekkjulífeyri og 25 m. (kr. 22,50) af
hverjum munaðarleysingjalífeyri. Að öðru leyti greiðast
iðgjöldin bæði af verkamönnum sjálfum og vinnu-
veitendum og greiða sinn helminginn hvorir. Þeir, sem
trygðir eru eftir eigin ósk, en ekki eru tryggingar-
skyldir, greiða þó öll iðgjöldin sjálfir. Hæð iðgjald-
anna er mismunandi og fer eftir kauphæðinni. Þau
eru lægst 16 pf. (1472 au.) um vikuna fyrir þá, sem
hafa minna en 350 m. (315 kr.) í árskaup, en hæst
48 pf. (43 au.) um vikuna fyrir þá, sem hafa yfir
1150 m. (1035 kr.) í árskaup.
Hæð lífeyrisins er líka mismunandi. Fyrst kemur
ríkistillagið (50 m.), en þar við bætist svo mishá
upphæð eftir því, hvort iðgjaldið hefur verið hátt
eða lágt, og fer hún vaxandi eftir því sem iðgjaldið
hefur verið lengur greitt. Árið 1909 var meðalöryrkja-
Hfeyrir 174 m. (157 kr.), en meðalellilífeyrir 163 m.
(147 kr.).
Á Frakklandi var tekin upp ellitrygging í líku sniði
sem á Þýskalandi með lögum frá 5. apríl 1910 og
■voru þau að sumu leyti hagkvæmari verkamönnum
heldur en þýsku lögin. Lög þessi mættu þó ákafri