Andvari - 01.01.1917, Blaðsíða 63
Andvari.]
Alþýðutryggingar.
55
Þessi stefna hefur verið tekið upp í Danmörku með
ellistyrkslögunum frá 1891. Samkvæmt þeim á hver
sá maður, sem er orðinn 60 ára gamall og ekki hef-
ur þegið sveitarstyrk siðustu 5 árin, rjett á að fá
nægilegan ellistyrk sjer til lífsviðurværis, ef hann ekki
getur sjeð fyrir sjer sjálfur. Helmingur ellistj^rksins
greiðist úr ríkissjóði, en hinn helmingurinn úr sveit-
arsjóði, |og sveitarstjórnin ákveður styrksupphæðiiia.
Par sem það er undir geðþótta sveitarstjórnarinnar
komið, hve mikill slyrkur veitist hverjum, er þetta í
rauninni engin ellitrygging heldur fátækraframfæri í
annari mynd heldur en hinn venjulegi sveitarstyrkur
og án þeirra afleiðinga, sem við hann eru bundnar.
En hann hefur þá sömu ókosti sem sveitarstyrkurinn,
að hann dregur úr áhuga manna til þess að lijálpa
sjer sjálflr, því að hann verður því meiri sem tekj-
urnar annarsstaðar frá eru minni.
Árið 1911 nutu ellistyrks í Danmörku rúml. 60
þús. manns eða rúml. Vs hluti allra karlmanna yfir
sextugt og fram undir 2/B hlutar allra kvenna yfir
sextugt. Að meðaltali var ellistyrkurinn fyrir hvern
rúinar 200 kr.
Líkur ellistyrkur sem í Danmörku var lögleiddur
sumstaðar í Astralíu um aldamótin (í Nýja Sjálandi
1898, Nýja Suður Wales 1901 og Viktoria 1900).
Hann veitist þó fyrst eftir 65 ára aldur. Hann er líka
að því leyti frábrugðinn ellistyrknum í Danmörku,
að það er ákveðið í lögunum, live hár ellistyrkurinn
skuli vera. Mestur getur hann orðið 10 sh. (9 kr.)
um vikuna eða um 470 kr. um árið fyrir þá, sem
minstar tekjur liafa undir, en lækkar eftir því sem
þær tekjur eru meiri og hverfur alveg þegar vissu