Andvari - 01.01.1917, Side 64
56
Alþýðutryggingar.
[Andvarú
tekjumarki er náð (t. d. í Nýja Sjálandi 60 £ eða
1080 kr. um árið).
Samskonar ellistyrk hefur loks England komið á
hjá sjer með lögum frá 1908. Sjerhver Englendingur
yfir 70 ára á samkvæmt þeim rjett á að fá ellistyrk
eða eftirlaun úr ríkissjóði, mest 5 sh. (kr. 4,50) um
vikuna eða 260 kr. um árið, ef tekjur hans eru und-
ir 21 £ (378 kr.) um árið, en minni eftir því sem
tekjurnar eru meiri og ekkert, ef þær eru meiri en
31 £ 10 sh. (567 kr.).
Þegar ellistyrkurinn er veittur með ákveðinni upp-
hæð eftir föstum reglum, eins og í Ástralíu og á
Englandi, missir hann töluvert af einkennum sveit-
arstyrksins við það og nálgast frekar almenn eftir-
laun. Styrkurinn er þá orðinn að ótvíræðum rjett-
indum, sem ekki eru háð geðþótta sveitarstjórnanna.
En hann er samt ekki trygging, heldur fram-
færsla, þar sem þeir, sem kostnaðinn bera, skatt-
greiðendurnir, eiga enga heimtingu á neinum styrk í
ellinni, nema tekjur þeirra fari ekki fram yfir mjög lág
takmörk. Að þessu leyti er alt öðru máli að gegna
um tryggingarnar. Þar öðlast menn með því að
greiða iðgjald rjett til styrks í ellinni, hvernig svo
sem kjörum manna kann að vera háttað. Þó að
menn hafi með sparsemi safnað sjer auk þess ein-
hverjum aukaforða, sem menn geti stuðst við, þá
eru menn ekki þessvegna sviftir þeim styrk, sem þeir
hafa keypt sjer með iðgjaldi sínu. Þar er því ekki
um neitt náðarbrauð að ræða, heldur greiðslu á fje,
sem menn eiga.
Ellistyrkur, sem tekinn er beint úr landssjóði eða
sveitarsjóði, verður þyngri byrði fyrir þjóðfjelagið
heldur en ellitryggingin, því að hver króna, sem