Andvari - 01.01.1917, Side 66
58
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
til allrar þjóðarinnar að heita má, þar sem allir vinnu-
færir menn frá 16—67 ára aldri að undanskildum
embættismönnum og öðrum, sem trygð eru eftirlaun,
greiða iðgjöld og tryggja sjer með því ellistyrk. Það
er því regluleg þjóðtrygging, þar sem t. d. ellitrygg-
ing Þjóðverja er næstum eingöngu verkmannatrygg-
ing. En oft á tíðum eru fátækir iðnaðarmenn, bænd-
ur og sjómenn, þó þeir eigi að heita sjálfs síns herrar,
engu betur staddir heldur en verkamenn og þeim engu
siður nauðsyn á tryggingum og engum er það til ó-
gagns að vera trygður. í Sviþjóð greiða hinir trygðu
sjálfir öll iðgjöldin til ellitryggingarinnar, en ekki
vinnuveitendur fyrir verkamenn sína. Aftur á móti
er tryggingin styrkt af almennafje og greiðist sá
styrkur að 3/4 af ríkinu, en 7i af sveitunum. Sjálf
iðgjöldin eru lág, en mismunandi og hækkandi eftir
tekjum manna. Lægsta iðgjald er 2 kr. um árið, ef
árstekjurnar eru undir 500 kr., 5 kr. ef þær eru 5
—800 kr., 8 kr. ef þær eru 8—1200 kr. og 13 kr. ef
þær eru þar yíir. Fyrir þessi iðgjöld fæst svo mis-
hár lífeyrir frá 67 ára aldri. Árleg lifeyrisupphæð
karlmanna er 30% af því, sem þeir liafa alls greitt í
iðgjöld, en lífeyrisupphæð kvenna 24% af því, sem
þær hafa greitt. Þegar lögin voru i smíðum, vakti það
mikla gremju meðal kvennrjettindakvenna, að lífeyrir
kvenna skyldi þannig vera ákveðinn lægri lieldur en
karla, en eftir rjettum tryggingarreglum hlýtur svo
að vera, vegna þess að reynslan hefur sýnt, að kon-
ur eru yfirleitt langlífari en karlar og njóta því leng-
ur lífseyrisins. Framfærslustefnan í lögum þessum
lýsir sjer í því, að styrkurinn til tryggingarinnar frá
því opinbera bætist ekki með jafnri upphæð við hvern
lífeyri eins og t. d. á Þýskalandi, heldur fer viðbót-