Andvari - 01.01.1917, Side 68
60
Alþýðutryggingar.
[Andvari.
það geti útrýmt atvinnuleysinu. Til þess að bæta úr
neyð þeirri, sem af því stafar, hafa menn sumstaðar
reynt að setja á fót tryggingu gegn atvinnuleysi. Á
góðu dögunum leggja verkamenn nokkurn skerf frá
í sameiginlegan sjóð, sem ávaxtast og grípa má til,
þegar vinnuleysið ber að dyrum. Einkum eru það
verkmannafjelögin, sem víða hafa stofnað slíka sjóði.
í sumum bæjum í Sviss, Belgíu, Þýskalandi, Frakk-
landi og víðar hefur slikum sjóðum verið veittur
styrkur úr bæjarsjóði þeim til eflingar. En það eru
Noregur og Danmörk, sem fyrst liafa gert verulega
gangskör að því að efla atvinnuleysistryggingu lijá
sjer, fyrst Noregur með lögum frá 1906 (og viðauka
við þau 1908) og siðan Danmörk með lögum frá
1907.
í báðum þessum löndum geta tryggingarsjóðir gegn
atvinnuleysi fengið stjórnarstaðfestingu og fá þeir þá
töluverðan hluta af útgjöldum sínum (um þriðjung}
endurgoldinn af opinberu fje. Dönsku sjóðirnir mega
ekki veita sama manni hjálp lengur en 70 daga sama
árið, en norsku sjóðirnir 90 daga. Styrkurinn má
ekki vera meira en viss hluti af venjulegum daglaun-
um (í Noregi helmingur, i Danmörku 2/s hlutar, en
mest 2 kr.). Iðgjöld verkamanna í dönsku sjóðun-
um eru 4—20 kr. á ári. Þeir sem trygðir eru, eru
skyldir að taka við hverri þeirri vinnu, sem stjórn
sjóðsins vísar þeim á sem verandi við þeirra hæfi.
Tryggingar þessar hafa fengið mjög góðan byr. Sjóð-
irnir standa ílestir í sambandi við verkmannafjelög-
in, en er þó haldið út af fyrir sig. Styrkur veitist
aðeins ef atvinnuleysið er verkamönnum ósjálfrátt, en
t. d. ekki, ef þeir hafa gert verkfall. í slíkum tilfell-
um grípa þeir til annara sjóða, sem þeir hafa að öllu